Samband English
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 19. júní 2023

Ife Tolentino og Óskar Guðjónsson

Í tilefni af útkoma þriðju sólóplötu Ife Tolentino leggur hann ásamt Óskari Guðjónssyni land undir fót í lok júní. Á dagskránni eru frumsamin lög af plötunum ásamt minna þekktum klassískum meistarverkum síðustu aldar í nýjum búningi.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 13. júní 2023

Hádegistónleikar Við Djúpið

Tónlistarhátíðin Við Djúpið stendur yfir á Ísafirði dagana 17. til 21. júní. Edinborgarhúsið er samstarfsaðili hátíðarinnar og verða þrennir hádegistónleikar í Bryggjusal dagana 19.-21. júní.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 9. maí 2023

Sjö punktar

Miðvikudaginn 10. maí kl. 14:30-15:30, verður opnun sýningar í Edinborgarhúsinu á lokaverkefnum nemenda í áfanganum formfræði og fjarvídd við Menntaskólann á Ísafirði.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | föstudagurinn 31. mars 2023

Afmælissýning Katrínar Bjarkar Guðjóns

Katrín Björk Guðjónsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Edinborgarhúsinu og Edinborg Bistro, laugardaginn 1. apríl kl. 15:00 í tilefni af þrítugsafmæli sínu.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 20. mars 2023

AdHd í Edinborg

Hljómsveitin ADHD heldur tónleika í Edinborgarhúsinu, þriðjudaginn 11. apríl kl. 20:30. Þriðjudagur eftir páska er mögulega þreyttasti dagur ársins á Ísafirði eftir skíðaviku og Aldrei fór ég suður. En þá er upplagt að lyfta sér upp með ADHD. Tilvalið fyrir eftirlegukindur, þreytta og þunna að skella sér á tónleika.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | föstudagurinn 17. mars 2023

Manndýr í Edinborgarhúsinu

Um páskana verður barnasýningin Manndýr eftir Aude Busson sett upp í Edinborgarhúsinu. Verkið var frumsýnt í Tjarnarbíó í mars 2022 og er nú sett upp á Ísafirði. Tvær sýningar verða í boði, á Skírdag 6. apríl kl. 16:00 og á föstudaginn langa, 7. apríl kl. 11:00. Sýningin hentar vel fyrir börn frá 3 ára aldri og upp úr.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 13. mars 2023

70's og 80's Rokkveisla á Ísafirði

Við keyrum upp stuðið fyrir páskana á Ísafirði með 70's og 80's rokkveislu á skírdag 6. apríl í Edinborgarhúsinu. Við ráðumst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því flutt verða lög eftir Deep Purple, Whitesnake, Boston, Eagles, Toto, Kansas og Rainbow ásamt fleirum. Rokkveislan er tileinkuð minningu Magnúsar Hávarðarsonar, gítarleikara frá Bolungarvík, sem átti hugmyndina að tónleikunum.

Miðasala á Tix.is.

Húsið opnar kl. 20:00 og tónleikarnir hefjast kl. 21:00. Miðaverð er 4.500 kr.

Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | fimmtudagurinn 9. mars 2023

Rocky Horror Show

Söngleikurinn Rocky Horror í uppsetningu Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði verður frumsýndur 10.mars í Edinborgarhúsinu. 


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | sunnudagurinn 26. febrúar 2023

Sirkuseinleikur – verk í vinnslu

Mánudaginn 27. febrúar fer fram sýning á verki í vinnslu með sirkuslistamanninum Mateo Castelblanco í Bryggjusal Edinborgarhússins. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sýningin mun taka innan við 20 mínútur en að henni lokinni býður Mateo upp á spjall við gesti.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 31. janúar 2023

Sönglekurinn Vondar stelpur

Leiklistarhópur Halldóru sýnir söngleikinn Vondar stelpur í Edinborgarhúsinu dagana 2.-5. febrúar. Þessir ungu og hæfileikaríku leikarar hafa verið við stífar æfingar undanfarnar vikur og verður gaman að sjá afraksturinn.


Meira
Eldri færslur
© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames