Samband English
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 16. janúar 2023

Harmonikkuball

Sunnudginn 22. janúar höldum við harmonikkuball í Edinborgarhúsinu. Baldur Geirmunds og félagar leika fyrir dansi frá kl. 14-16. Nú er um að gera að nota þetta einstaka tækifæri og fá sér snúning á dansgólfinu.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | sunnudagurinn 27. nóvember 2022

Opin bók 2022

Laugardaginn 3. desember kl. 16:00 verður bókmenntavakan Opin bók haldin í Edinborgarsal Edinborgarhússins. Opin bók er árviss viðburður í menningarlífnu á Ísafirði þar sem rithöfundar koma fram og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Boðið verður upp á kaffi og smákökur undir lestrinum. Bóksali frá Eymundsson mætir á svæðið.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 15. nóvember 2022

Hannah Felicia - Dansverk

Dansverkið Hannah Felicia verður sýnt í Menningarmiðstöðinni Edinborg miðvikudaginn 23. nóvember, kl. 18:00. Verkið fjallar um systrabönd og samband tveggja manneskja. Eða eru það kannski frekar tvær hliðar á sömu manneskjunni? Manneskju sem þráir að vera sýnileg, viðurkennd og elskuð.

Dansverkið Hanna Felicia er samstarf íslenskra og sænskra listamanna. Spinn Danskomaniet er atvinnudansflokkur með dönsurum sem eru bæði fatlaðir og ófatlaðir og hefur aðsetur í Gautaborg. Lára Stefánsdóttir er danshöfundurinn, Högni Egilsson semur tónlistina, ljósahönnun er í höndum Þórarins Guðnasonar og höfundur ljósmynda er Anna Ósk Erlingsdóttir.

Sýningin er með lesnum sjóntexta sem gerir hana aðgengilega, bæði fyrir almenna gesti en ekki síður sjónskerta og blinda. Í lok verksins verða umræður við Láru Stefánsdóttur danshöfund. Sýningin og umræður standa í u.þ.b. klukkustund.

Miðaverð:
Almennt miðaverð: 1.500 kr.
Eldri borgarar, börn og námsmenn: 1.000 kr.

Verkið verður einnig sýnt á Reykjavík Dance Festival.

Sýningin í Edinborgarhúsinu nýtur stuðnings frá Uppbyggingarsjóði Vestfjarða og ferð danshópsins til Íslands er studd af Kulturrådet í Svíþjóð og Sænsk-íslenska samstarfssjóðnum.

Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 1. nóvember 2022

Ari Eldjárn í Edinborgarhúsinu

Ari Eldjárn mætir í Edinborgarhúsið föstudaginn 2. desember og verður með lauflétt uppistand. Fyrir rúmu ári síðan kom Ari einnig við og troðfyllti þá húsið. Miðasala er hafinn á Tix.is og hvetjum við alla til að tryggja sér miða sem fyrst!


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 25. október 2022

Frankensleikir - útgáfuhóf

Það eru ekki enn komin jól en það er að koma Hrekkjavaka – dagur alls þess sem er hræðilegt. Af því tilefni verður haldið útgáfuhóf í Edinborgarhúsinu fyrir barnahryllingsjólabókina Frankensleiki eftir Eirík Örn Norðdahl.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 17. október 2022

Rebekka Blöndal - Tónleikar á Veturnóttum

Þann 21. október kl. 20:30 koma fram þau Rebekka Blöndal, Ásgeir Ásgeirsson og Steingrímur Teague frám á Edinborgarhúsínu.
 

Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | þriðjudagurinn 11. október 2022

Rekaviður – lifandi arkív

Heimildarmyndin Rekavíður – lifandi arkív verður sýnd í Edinborgarhúsinu laugardaginn 15. október kl. 20:00. Myndin er eftir leikstjórna Ines Meier og Inka Dewitz og er hluti af alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni PIFF sem fram fer á Ísafirði dagana 13.-16. október.  Hluti af verkefninu er einnig sýning á myndlistarverkum í Gallerí úthverfu á Ísafirði.

 


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | fimmtudagurinn 6. október 2022

Dimma - Myrkraverk á Veturnóttum

Hljómsveitin Dimma heldur stórtónleika í Edinborgarhúsinu á menningarhátíðinni Veturnóttum, laugardaginn 22. október.

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram í Edinborgarsal. Miðasala á Tix.

 


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | fimmtudagurinn 29. september 2022

Áfram Latibær - Leiklistarhópur Halldóru

Leiklistarhópur Halldóru setur upp barnaleikrtið Áfram Latibær í Edinborgarhúsinu. Frumsýning er laugardaginn 1. október og eru miðapantanir í fullum gangi. Þetta er hópur ungra og efnilegra leikara sem svo sannarlega láta ljós sitt skína á sviðinu.

Miðapantanir á doruleiklist@gmail.com

Sýningardagar:

Laugardaginn 1. október kl. 13:00 og 16:00

Sunnudaginn 2. október kl. 13:00

Laugardaginn 8. október kl. 16:00

Sunnudaginn 9. október kl. 13:00 og 16:00

 

Miðaverð:

3.000 kr. fyri rfullorðna
2.00 kr. fyrir 6-18 ára og eldri borgara
1.000 kr. fyrir leikskólabörn

 

Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | föstudagurinn 16. september 2022

Ómar fortíðar í Edinborgarhúsinu

Ómar Guðjónsson heldur tónleika í Edinborgarhúsinu þann 7. október næst komandi.
Ómar Guðjónsson heldur tónleika í Edinborgarhúsinu þann 7. október næst komandi.
Nýverið gaf Ómar Guðnjónsson út plötuna Ómar fortíðar. Í tilefni útgáfunnar heldur Ómar tónleika í Edinborgarhúsinu, föstudaginn 7. október kl. 20:30.
 

Meira
Eldri færslur
© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames