Samband English

Tónlist & sviðslist

Edinborgarhúsið er með fyrsta flokks aðstöðu til tónleikahalds og leiksýninga. Hljómburður í húsinu er góður og auðvelt að aðlaga sali húsins fyrir hina ýmsu viðburði.   Í lok árs 2016 festum við kaup á nýju hljóðkerfi frá Exton ehf sem leysir af hólmi eldra RCF kerfi hússins. Nýji búnaðurinn er svokallað “Line Array” kerfi úr HDL línu frá RCF, HDL20-A toppar og SUB-8006AS bassar og er mun öflugra en eldra hljóðkerfið. Hátalararnir eru með innbyggðum mögnurum og stýringum. Auk hátalara var fjárfest í nýjum 32 rása stafrænum hljóðmixer frá Allen & Heath, QU-32 Chrome,  ásamt  sviðsboxum og nýjum Cat5E snák.

Allar nánari upplýsingar edinborg@edinborg.is 

Viltu halda tónleika eða koma með leiksýningu í Edinborgarhúsið, hafðu þá samband og við hjálpum þér að finna réttan sal á sanngjörnu verði eða mögulega í samstarfi við okkur eða veitingahúsið Edinborg Bistro.

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames