Samband English

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar er tengdur uppbyggingu Edinborgarhússins frá fyrsta degi og markmiðum menntunar settar í öndvegi á stofnfundi áhugahópsins 1992. Edinborgarhúsinu og skólanum var ætlað að bæta úr brýnni þörf fyrir fjölbreyttari valkosti á sviði lista og menningar.

Litli leikklúbburinn, Myndlistarfélagið á Ísafirði og Tónlistarskóli MG settu sér það markmið að boða fagnaðarerindi listarinnar í Edinborgarhúsinu með kennslu og fræðslu. Árið 1999 hóf LRÓ starfsemi sína í Edinborgarhúsinu.

Skólinn var stofnaður árið 1993 og er kenndur við manninn sem hannaði veraldlega umgjörð hans - Edinborgarhúsið. Markmið skólans er að tengja starfsemina menningarsögu okkar og auka menningarlega fjölbreyttni.

Starfsmenn skólans:

  • Margrét Gunnarsdóttir skólastjóri og kennari á píanó, tónfræði og bóklegar greinar.
  • Guðrún Jónsdóttir söng, tónfræði og bóklegar greinar
  • Jón Hallfreð Engilbertsson á ýmsa gítara.
  • Meeri Mäkinen kennir dans og danssögu,

Bankareikningur og kennitala: 0556-26-1389 / kt. 561193-2589

 

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames