Samband English

Afmælissýning Katrínar Bjarkar Guðjóns

Katrín Björk Guðjónsdóttir opnar sýningu á verkum sínum í Edinborgarhúsinu og Edinborg Bistro, laugardaginn 1. apríl kl. 15:00 í tilefni af þrítugsafmæli sínu.

Myndirnar á sýningunni eru unnar af Katrínu Björk með aðstöð og stuðningi Signýjar Þallar Kristinsdóttur, iðjuþjálfa og Gunnars Jónssonar, myndlistarmanns. Einnig naut hún tilsagnar listakoununnar Jean Larson. Listformið er alkohól blek.

Listamaðurinn Katrín á upphaf sitt í sönglistinni. Í gegnum hin ýmsu áföll hefur hún með bjartsýni og þrautsegju unnið sig í gegnum erfiðleikana og látið myndlistina leysa sönginn af hólmi. Það veitir henni mikla gleði eins og eftirfarandi orð hennar bera vitni um: „Þegar ég fæst við myndsköpun finnst mér ég vera farin að syngja á ný!“

Katrín segir áfölin hafa dregið úr sér kraft en að hún hafi nú náð sátt og finnur fyrir óþrjótandi lífskrafti sem hún treystir á: „Ég er búin að sætta mig við að verða kannski bara alltaf á batavegi. Þá er ég þó á réttum vegi.“

Afmælissýningin er sölusýning og má panta myndirnar á heimasíðu Katrínar Bjarkar.

Staðsetning og tími: Edinborgarhúsinu 1. apríl kl. 15:00

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames