Samband English
Kristinn Gauti Einarsson Kristinn Gauti Einarsson | fimmtudagurinn 16. maí 2024

Listaskóli LRÓ 30 ára

 5. desember árið 1993 var LRÓ formlega stofnaður. Síðastliðinn desember var skólinn því 30 ára gamall.. Við fögnum því með fernum tónleikum.

 

17. maí verða tónleikar píanó-og söngnemenda kl 18 í Rögnvaldarsal

20. maí verða framhaldsprófstónleikar Sæunnar Sigríðar Sigurjónsdóttur kl 17 í Rögnvaldarsal

22. maí kl 17:30 verða tónleikar söngnemenda í Rögnvaldarsal

27. maí kl 18 verða framhaldsprófstónleikar Rúnu Esradóttur einnig í Rögnvaldarsal

Kennarar eru Guðrún Jónsdóttir söngkona og Margrét Gunnarsdóttir píanóleikari

 

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir

Kristinn Gauti Einarsson Kristinn Gauti Einarsson | mánudagurinn 27. maí 2024

ÁSGEIR TRAUSTI - Einför um Ísland

Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti fer einsamall um Ísland í sumar þar sem hann kemur fram á 14 tónleikum víðsvegar um landið. Tónleikaferðin hefst í Landnámssetrinu í Borgarnesi þann 27. júní og henni lýkur í Háskólabíói þann 14. september. Tónleikastaðirnir eru fjölbreyttir en Ásgeir kemur m.a. fram í Básum í Þórsmörk, á Hótel Flatey, í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði og Hofi, Akureyri. Miðasala hefst miðvikudaginn 1. maí kl 10:00 á Tix.is. Ókeypis er inn á tónleikana í Flatey og miðar fyrir tónleikana í Básum í Þórsmörk verða seldir á staðnum.

 

27.06 - Landnámssetrið, Borgarnesi
28.06 - Frystiklefinn, Rifi
29.06 - Bíóhöllin, Akranesi
30.06 - Básar, Þórsmörk
02.07 - Blá kirkjan, Seyðisfirði
04.07 - Egilsbúð, Neskaupsstað
05.07 - Húsavíkurkirkja
06.07 - Hof, Akureyri
07.07 - Félagsheimilið, Blönduósi
09.07 - Edinborgarhúsið, Ísafirði
11.07 - Hótel Flatey, Flatey
19.07 - Sviðið, Selfossi
20.07 - Ásbyrgi, Laugarbakka
14.09 - Háskólabíó, Reykjavík

 

Kristinn Gauti Einarsson Kristinn Gauti Einarsson | mánudagurinn 27. maí 2024

MIRJAM MAEKALLE: Sýningaropnun í Slúnkaríki / Opening in Slunkaríki

 
SÝNINGAROPNUN: Litli eistinn sem gat (part I)
Mirjam Maekalle
31.05 – 14.07 2024
Slunkaríki býður gesti velkomna á opnun einkasýningar Mirjam Maekalle; Litli eistinn sem gat (part I). Opnun verður á föstudaginn, 31. maí kl.17.00 í bryggjusal Edinborgarhússins, Ísafirði. Listamaðurinn verður viðstödd opnunina og býður upp á léttar veitingar. Hún verður einnig með sérstakar leiðsagnir á opnunarhelginni sem auglýstar verða betur síðar.
Á sýningunni Litli eistinn sem gat (Part I) vinnur Mirjam Maekalle með ljósmyndir frá æsku sinni í Eistlandi áður en hún flutti með fjölskyldu sinni til Íslands. Lands sem var ekki hluti af tilveru hennar fyrr en árið 2002. Í gegnum myndirnar er fjallað um einstakling í mótun og sambönd hennar við sýna nánustu. Hugað er að sjálfsmynd og breytingum persónuleika þess sem skiptir um umhverfi.
Mirjam Maekalle er myndlistarmaður fædd í Eistlandi og uppalin á Ísafirði en býr í dag í Reykjavík. Hún útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2023, einnig hefur hún lokið BA gráðu í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands en þá menntun nýtir hún sér vel í myndlistinni þar sem umfjöllunarefnið gjarnan mannlegt ástand.
 
 
Sýningin hlýtur stuðning úr sumarviðburðasjóði hafna Ísafjarðarbæjar
 
// ENGLISH //
 
OPENING: The Little Estonian Who Could (Part I)
Mirjam Maekalle
31.05 – 14.07 2024
Slunkaríki welcomes guests to the opening of Mirjam Maekalle's solo exhibition "The Little Estonian Who Could (Part I)." The opening will take place on Friday, May 31st at 17:00 in Edinborg Culture House, Ísafjörður. The artist will be present at the opening and will offer light refreshments. She will also provide special guided tours during the opening weekend, which will be announced further later.
In the exhibition "The Little Estonian Who Could (Part I)," Mirjam Maekalle works with photographs from her childhood in Estonia before she moved with her family to Iceland. A land that was not part of her existence until 2002. Through the pictures, the exhibition explores an individual in formation and her relationships with her loved ones. It considers identity and transformations in the personality of someone who changes their environment.
Mirjam Maekalle is an artist born in Estonia and raised in Ísafjörður but now lives in Reykjavík. She graduated with a BA degree in Fine Arts from the Iceland University of the Arts in 2023. She also holds a BA degree in comparative literature from the University of Iceland, a background she effectively utilizes in her artwork where the subject matter often concerns the human condition.
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | miðvikudagurinn 20. mars 2024

Mikael Máni - Tónleikar

Gítarleikarinn Mikael Mánu heldur tónleika í Edinborgarhúsinu laugardaginn 23. mars næstkomandi. Hann hlaut nýverið Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir bestu plötu ársins í flokki Jazztónlistar. Húsið opnar kl 20:00 og miðar verða seldir við hurð.

Miðaverð: 3.000 kr.

 

Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | mánudagurinn 4. mars 2024

Dýrin í Hálsaskógi

Sólrisuleikrit Menntaskólans á Ísafirði hefur lengi verið stór partur af menningarlífinu á Vestfjörðum. Í ár mun leikfélag MÍ setja upp klassíska barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi sem allir ættu að þekkja, nemendur skólans hafa unnið hörðum höndum að því að setja upp þessa sýningu og erum við mjög spennt að sýna bæjarbúum afraksturinn.

Sýnt er í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og leikstjóri er Birgitta Birgisdóttir. 

Frumsýning 8. mars.

Miðasala fer fram á Tix.is

Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | fimmtudagurinn 1. febrúar 2024

Fiðlarinn á þakinu

Fiðlarinn á þakinu er fjörugur, fyndinn og hjartnæmur söngleikur eftir Jerry Bock, Sheldon Harnick og Joseph Stein, sem var fyrst frumsýndur á Broadway 1964. 1971 kom út vinsæl söngvamynd byggð á söngleiknum.

 


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | laugardagurinn 11. nóvember 2023

Áramótaskop Ara Eldjárns

Undanfarin ár hefur Ari Eldjárn komið til okkar í Edinborgarhúsið með svokallaða tilraunasýningu. Þessar sýningar hafa gengið svo vel að nú hefur hann tekið ákvörðun um að koma með fullmótað Áramótaskop, sem sé stærri og enn flottari sýningu! Áramótaskopið fer fram í Edinborgarhúsinu föstudaginn 8. desember kl. 19:00.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | laugardagurinn 11. nóvember 2023

Fimm mínútur í jól - Hátíðartónleikar í Edinborgarhúsinu

Valdimar Guðmundsson syngur hugljúf jólalög í nýjum útsetningum með hljómsveit sinni, LÓN. Sérstakur gestur: RAKEL.

Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | laugardagurinn 11. nóvember 2023

Opin bók 18. nóvember

Laugardaginn 18. nóvember kl. 16:00 verður bókmenntavakan Opin bók haldin í Edinborgarsal Edinborgarhússins. Opin bók er árviss viðburður í menningarlífnu á Ísafirði þar sem rithöfundar koma fram og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Boðið verður upp á kaffi og smákökur undir lestrinum. Bóksali frá Eymundsson mætir á svæðið.


Meira
Ingi Björn Guðnason Ingi Björn Guðnason | föstudagurinn 6. október 2023

Kvöldvaka í tilefni útgáfu Menning við ysta haf

Í tilefni útgáfu bókarinnar Menning við ysta haf: Lesið í sköpunarkraft Vestfjarða og Stranda verður blásið til útgáfufögnuðar á Ísafirði.


Meira
Eldri færslur
© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames