Útgáfuhátíð þriggja barnabóka
Karíba Útgáfa, í samstarfi við Menningarmiðstöðina Edinborg, býður ykkur að fagna útgáfu þriggja nýrra bóka sem koma út á þessu ári. Helen Hafgnýr Cova, höfundur Snúlli lærir um virðingu og VIÐ, kynnir nýjustu bækurnar sínar ásamt myndlistakonunni Fanny Sissoko, sem teiknaði myndirnar í VIÐ. Hekla Rós Gunnarsdóttir, höfundur aðdáendasögunnar Snúlli vill fara upp í geim, mun lesa upp úr bók sinni fyrir gesti. Á hátíðinni verða upplestrar, leikir, fjölbreyttir viðburðir, leikföng, verðlaun, léttar veitingar og margt fleira!
Viðburðurinn fer fram sunnudaginn 2. nóvember frá kl. 11-13.
Öll velkomin!
Staðsetning og tími: Rögnvaldarsal 2. nóvember kl. 11.