Samband English

Tónsaga í Edinborgarhúsinu

Það má segja að fjölbreytni sé ráðandi í viðburðinum sem fram fer 2. apríl kl. 17.00 í Edinborgarhúsinu.
Auk Kolbeins Jóns Ketilssonar söngvara og Matthildar Önnu Gísladóttur sem leika mun með honum á píanó, verða flutt 2 stutt dansverk eftir Láru Stefánsdóttur þar sem Marinó Máni Mabazza mun dansa.

Danverkin eru sérstaklega samin af þessu tilefni og tónlistin er eftir Guðna Franzson. Einnig mun Pétur Eggerz leikari, flytja söguþátt (mónolog) um Þormóð Torfason (1636-1719), þann merkilega mann sem allt of fáir þekkja. Auk þess verður skotið inn örstuttum sögubrotum úr sameiginlegri sögu Íslands og Noregs fyrstu aldirnar eftir landnám og fallegum myndum varpað á tjald á sviðinu sem undirstrika það sem þar fer fram.
 
Flutt verða mörg fegurstu sönglögum Sigvalda Kaldalóns og Edvards Grieg sem segja má að séu helstu fulltrúar rómantískrar tónlistar beggja landa. Snilldarlegar þýðingar Reynis Axelssonar á ljóðum Grieg söngvana (Vinje, Ibsen og H.C, Andersen) verða lesnar áður en lögin eru sungin.
 
Sannarlega öðruvísi og áhugaverðir tónleikar!
 
Staðsetning og tími: Edinborgarsal 2. apríl 2022 kl. 17:00
Miðaverð: 3000 kr. almennt miðaverð 1.500 kr. fyrir nema
 
Miðasala við innganginn.
 
Á heimasíðunni tonsaganor.com má finna frekari upplýsingar um þá sem að viðburðinum koma.

Staðsetning og tími: Edinborgarsalur 2. apríl kl. 17:00

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames