Samband English

Sirkuslistafólk í Edinborgarhúsinu

Á næstu vikum verður boðið upp á fjölbreytta sirkusdagskrá í Edinborgarhúsinu. Sirkuslistahópurinn Les Babeluttes & Co mun bjóða upp á sirkusæfingar fyrir alla aldurshópa, vinnustofur í teygjum og styrktarþjálfun og að lokum sirkussýningu laugardaginn 28. janúar.

Hópurinn dvelur á Ísafirði í skútunni Atka sem hefur verið í Ísafjarðarhöfn frá því í sumar. Atka sinnir vísindaverkefnum á sumrin en á veturna býðs listamönnum að dvelja í skútunni með það að markmiði að miðla list til samfélagsins þar sem dvalið er og sérstaklega til barna.

Fyrsti listamannahópur vetursins í Akta eru sirkuslistamennirnir Babulettes & Co en þau munu bjóða upp á fjölbreytta dagskrá í Edinborgarhúsinu næstu daga.

Dagskrá:

Fimmtudaginn 19. janúar kl. 17:15-18:15

Liðleika- og styrktaræfingar

Hópurinn býður upp á opna æfingu í liðleika og styrktaræfingum. Æfingarnar verða við hæfi allra og leiðbeinendur munu aðlaga þær að getu hvers og eins. Upplagt að prófa nýja tegund af hreyfingu og liðleikaæfingum!

Aðgangur ókeypis og öll velkomin!

Takið með jógadýnur og klæðist fötum sem þægilegt er að hreyfa sig í.

Laugardagurinn 21. janúar – þrjú sirkusnámskeið fyrir börn og fullorðna

Aðgangur ókeypis og öll velkomin!

Kl. 14:00-15:00: Foreldrar og börn 2-6 ára

Hér gefst yngstu börnunum tækifæri til að kynnast sirkuslistinni með leiðbeinendunum. Leikið verður með silkivafninga fyrir loftfimleika, hlutum haldið á lofti og margt fleira. Sérstök áhersla verður lögð á leikinn og leiklistina í sirkusnum.

15:15-16:30: Kynning á sirkuslistinni fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára

Hér fá krakkar einstakt tækifæri til að kynnast sirkuslistinni og töfrum hennar. Leiklist, loftfimleikar, að halda hlutum á lofti og leik í silkivafningum (aerial silks). Skemmtilegur tími þar sem tækifæri gefst til að kynnast sirkus.

16:45-18:00: Kynning á sirkuslistinni fyrir 12 ára og eldri. Fullorðnir velkomnir!

Einstakt tækifæri fyrir unglinga og fullorðna til að kynnast töfrum sirkuslistarinnar! Leiklist, loftfimleikar, að halda hlutum á lofti og undirstöðuatriði í leik með silkivafninga (aerial silks).

Þriðjudaginn 24. janúar – Akro joga kl. 17:15-18:15

Frábært tækifæri til að prófa eitthvað nýtt! Akro jóga er blanda af jóga og fimleikum þar sem tveir eða fleiri vinna saman. Farið verður í undirstöðuatriðin í akro jóga, unnið með jafnvægi, styrk og slökun.

Takið með jógadýnur og klæðist fötum sem þægilegt er að hreyfa sig í.

Fimmtudagur 26. janúar – Liðleika- og styrktaræfingar kl. 17:15-18:15

Hópurinn býður upp á opna æfingu í liðleika og styrktaræfingum. Æfingarnar verða við hæfi allra og leiðbeinendur munu aðlaga þær að getu hvers og eins. Upplagt að prófa nýja tegund af hreyfingu og liðleikaæfingum!

Takið með jógadýnur og klæðist fötum sem þægilegt er að hreyfa sig í.

Laugardagurinn 28. janúar – Sirkussýning Les Babeluttes & Co

Sirkushópurinn Les Babeluttes & Co sýnir listir sínar í Edinborgarhúsinu! Einstakt tækifæri til að sjá sirkuslistamenn sýna listir sínar. Loftfimleikar í loftfimleikarólu og silkivafningum, juggling, einhjól og margt fleira! Sjón er sögu ríkari.

Tvær sýningar, kl. 14:00 og kl. 18:00.

Aðgangseyrir:

2.000 kr.
Fullorðnir
1.000 kr.
Börn, námsmenn og eldri borgarar

Staðsetning og tími: Edinborgarhúsið 19.-28. janúar

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames