Samband English

Sirkuseinleikur – verk í vinnslu

Mánudaginn 27. febrúar fer fram sýning á verki í vinnslu með sirkuslistamanninum Mateo Castelblanco í Bryggjusal Edinborgarhússins. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sýningin mun taka innan við 20 mínútur en að henni lokinni býður Mateo upp á spjall við gesti.
 
Mateo Castelblanco hefur dvalið á Ísafirði undanfarnar vikur í listamannadvöl á skútunni Atka. Á meðan á dvölinni hefur staðið hefur hann unnið að sirkuseinleik og sótt sér innblástur í íslenska menningu og umhverfi Vestfjarða.
Mateo hyggst ferðast með sýninguna um heiminn þegar hún er tilbúin. Í gegnum persónu, sem aldrei þreytist á ferðalögum til óþekktra staða, hyggst Mateo flytja reynslu sína af Íslandi til annarra heimshluta. Þetta er einstakt tækifæri til að sjá verk í vinnslu í listgrein sem ekki er mjög aðgengileg á Íslandi og fá innsýn í sköpunarferli listamanns.
 
Sýningin hefst kl. 17:00 og stendur í u.þ.b. 20 mínútur en að henni lokinni býður listamaðurinn til samtals við þau sem vilja deila skoðun sinni á þessu verki í vinnslu.

Staðsetning og tími: Bryggjusal 27. febrúar kl. 17:00

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames