Samband English

Ný verk

Sigríður Ásgeirsdóttir (Systa) opnar sýninguna Ný verk í Edinborgarhúsinu 9. júlí kl. 17:00.

Systa er þekkt fyrir steind glerlistaverk og er slíkt verk hennar í kapellu sjúkrahússins á Ísafirði. Sýningin Ný verk eru unnin með akrýl og vatnslit á pappír. Náttúra Íslands, himinn og haf er innblástur verka hennar og spilar birtan mikilvægt stef á sama hátt og í glerverkunum. 

Sigríður hefur starfað við glerlist í áratugi og verk eftir hana er að finna víða, hér heima og erlendis. Hún lagði stund á myndlistarnám í Reykjavik og síðar við Edinburgh College of Art. Hún hefur haldið á annan tug einkasýninga og tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Verk eftir hana eru víða í einkasöfnum í Evrópu, Japan, Nýja Sjálandi, Bandaríkjunum og Indlandi. Hún hefur unnið fjölda steindra glugga fyrir einkaaðila hér heima og erlendis.

Verk eftir Sigríði á opinberum stöðum eru m.a. í Norræna húsinu, Þjóðarbókhlöðunni, Íslandsbanka, Sjúkrahúskapellunum á Ísafirði og í Vestmannaeyjum, Hafnarhúsinu við Reykjavíkurhöfn, Barnaskólanum á Húsavík og Langholtskirkju í Reykjavík.

Sýningin verður opin kl. 13:00 – 18:00 alla virka daga fram í miðjan ágúst.

 

Staðsetning og tími: 13. júlí 2021

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames