Samband English

Ari Eldjárn í Edinborgarhúsinu

Ari Eldjárn mætir í Edinborgarhúsið föstudaginn 2. desember og verður með lauflétt uppistand. Fyrir rúmu ári síðan kom Ari einnig við og troðfyllti þá húsið. Miðasala er hafinn á Tix.is og hvetjum við alla til að tryggja sér miða sem fyrst!

Sýning ara er skemmtileg og tilraunakennd uppistandssýning þar sem hann prófar nýtt grín. Sýningin varir í um klukkustund þar sem Ari fer á flug með áður óbirt efni.

Sumt verður lesið af blöðum, annað samið á staðnum og brandaranir ýmist fyndnir eða ekki. Hér er um að ræða einstakt tækifæri til að reka augun inn á verkstæðið og sjá hvernig uppistand verður til og slípast.

Hver og ein sýning er einstök. Áheyrendur upplifa atriði sem ekki verða endurtekin en sjá líka frumdrög að stærri atriðum sem verða flutt í sýningum á borð við Áramótaskopið.

Missið ekki af áhugaverðri tilraun þar sem allt fær að fljúga!

Dagskráin hefst kl. 20:00.

Miðasala: Tix.is

Staðsetning og tími: Edinborgarsal 2. desember kl. 20:00

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames