Samband English

Til heiðurs Halla

Jón Hallfreð Engilbertsson á sviði. Ljósmynd: Sigurjón J. Sigurðsson
Jón Hallfreð Engilbertsson á sviði. Ljósmynd: Sigurjón J. Sigurðsson
Þann 22.nóvember 2025 eru 70 ár frá fæðingu tónlistarmannsins Jóns Hallfreðs Engilbertssonar eða Halla eins og hann var kallaður. Af því tilefni heldur fjölskylda hans heiðurstónleika í Edinborgarhúsinu á Ísafirði þann dag kl. 21:00. Fram koma fjölmargir spila- og söngfélagar Halla í gegnum árin, þar á meðal Karlakórinn Ernir og hljómsveitin Dolby. Hljómsveitarferill Halla spannar um 50 ár og má búast við tónlist frá hinum ýmsu tímum.
 
Aðgangseyrir er kr. 3.000 og rennur hann óskiptur til tækjakaupa fyrir Edinborgarhúsið.

Staðsetning og tími: Edinborgarhúsið 22. nóvember.

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames