Samband English

Listasmiðjur á Veturnóttum

Á Veturnóttum verður upp á tvær listasmiðjur fyrir börn og fjölskyldur í Edinborgarhúsinu. Þar gefst börnum tækifæri til að föndra, sullast og skapa í notalegu umhverfi. Annars vegar stendur Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar (LRÓ) fyrir listasmiðju ætlaða leikskólabörnum, og hins vegar verða Sandra Borg og Þorgils Óttarr með Vekjandi listasmiðju þar sem börn fá að tjá sig á skapandi hátt í gegnum leik og efni.

Listasmiðja LRÓ

Í ár heldur Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar listasmiðju sérstaklega ætlaða leikskólabörnum. Smiðjan er hugsuð sem notaleg stund þar sem börn og foreldrar njóta samverunnar og skapa litla hluti sem gleðja heima.
 
Leiðbeinendur: Rannveig Jónsdóttir og Lísbet Harðardóttir
Aldur: Leikskólabörn
Staður: Edinborgarhúsið, Ísafirði – Bryggjusalur
Tími: Laugardagur 25. október kl. 11:00–13:00
Þátttaka er ókeypis, og allt efni er innifalið. Létt hressing og góð stemning fylgir!
Engin fjöldatakmörk eru í þessa smiðju, en mælt er með að börn séu í fylgd fullorðinna, klári tvö verk og fari síðan heim með verkin sín.

Vekjandi listasmiðja

Í Vekjandi listasmiðju fá börn tækifæri til að kanna, prófa sig áfram og tjá sig á skapandi hátt í gegnum leik og efnisrík verkefni sem kveikja í ímyndunaraflinu og styrkja tengslamyndun og sjálfstraust.
Áherslan er á upplifunina sjálfa — að sulla, leika, forvitnast og finna tjáningu fyrir tilfinningar og innri veröld. Smiðjan styður við skynhreyfiþroska, sjálfstraust og tilfinningagreind barnsins í öruggu og skapandi umhverfi þar sem öll börn fá að njóta sín á eigin forsendum.
 
Leiðbeinendur: Sandra Borg, listmeðferðarfræðingur, og Þorgils Óttarr, B.A. í myndlist
Staður: Edinborgarhúsið, Ísafirði – Rögnvaldarsalur, 2. hæð
Tími: Laugardagur 25. október kl. 11:00–13:00
Aldur: 6–12 ára
Þátttaka er ókeypis, og allt efni og létt hressing innifalin.
 
Það er takmarkað pláss, svo mikilvægt er að skrá börnin í gegnum skráningarformið á Jotform:
 
 
 
Smiðjurnar eru styrktar af Ísafjarðarbæ.

Staðsetning og tími: Edinborgarhúsið 25. október kl. 11:00 - 13:00

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames