Samband English

Verkefnastjóri fræðslu og viðburða

Menningarmiðstöðin Edinborg á Ísafirði auglýsir starf verkefnastjóra fræðslu og viðburða.

Megin hlutverk og tilgangur menningarmiðstöðvarinnar er að efla menningu og listir á Vestfjörðum og skapa faglega umgjörð fyrir fjölbreytta menningarstarfsemi.

Starfið er nýtt og fær verkefnastjórinn rík tækifæri til að þróa í samstarfi við framkvæmdastjóra, stjórn og samstarfsaðila. Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni til að ganga til liðs við okkur og taka þátt i fjölbreyttum og krefjandi verkefnum.

Helstu viðfangsefni verkefnastjóra:

  • Umsjón með skipulagi og gerð fræðsludagskrár fyrir börn, ungmenni og fullorðna, m.a. í samstarfi við félagasamtök, hópa og listafólk
  • Skipulag og framkvæmd viðburða, jafnt tilfallandi og fastra viðburða
  • Skipulag þátttöku verktaka og annarra samstarfsaðila í viðburða- og fræðslustarfi
  • Umsjón með bókunum, útleigum og uppsetningu sala og samskipti við viðskiptavini
  • Tekur þátt í innleiðingu nýrrar stefnu fyrir Edinborgarhúsið ásamt vinnu við uppfærslu heimasíðu og ásýndar
  • Tekur þátt í markaðssetningu viðburða og dagskrár
  • Sinnir einnig öðrum verkefnum sem tengjast starfseminni í samstarfi við framkvæmdastjóra

Menntunar og hæfinskröfur:

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur
  • Reynsla af því að vinna með börnum og ungmennum er kostur
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og í riti
  • Færni til að rita texta og miðla fræðslu til ólíkra aldurshópa
  • Tölvufærni og þekking á notkun samskiptamiðla og vefsíðna
  • Þekking á verkefnisstjórnun og kostnaðaráætlunargerð
  • Hugmyndaauðgi, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
  • Jákvæðni, þjónustulipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Geta til að vinna undir álagi og sinna fjölbreyttum viðfangsefnum samtímis.

Um er að ræða tímabundna ráðningu til eins árs í 100% starfshlutfall með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Umsóknarfrestur um starfið er til og með 20. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Ingi Björn Guðnason í gegnum netfangið stjorn@edinborg.is.

Tekið er við umsóknum (kynningarbréf og ferilsskrá) á www.alfred.is og í gegnum tölvupósti á stjorn@edinborg.is.

Æskilegt að viðkomandi geti hafð störf sem fyrst.

Staðsetning og tími:

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames