Samband English

Tinna Ólafsdóttir ráðin verkefnastjóri

Tinna Ólafsdóttir tekur til starfa við Edinborgarhúsið í febrúar.
Tinna Ólafsdóttir tekur til starfa við Edinborgarhúsið í febrúar.

Tinna Ólafsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri fræðslu og viðburða hjá Edinborgarhúsinu.

Tinna er með MA-gráðu í blaðamennsku og BA-gráðu í mannfræði. Hún hefur gegnt stöðu upplýsingafulltrúa Ísafjarðarbæjar síðan 2019 og þar áður starfaði hún sem texta- og hugmyndasmiður á auglýsingastofunni Pipar\TBWA. Tinna hefur töluverða reynslu af verkefnastjórn og framkvæmd viðburða, bæði úr núverandi starfi sem og úr sjálfboðaliðastörfum, en hún situr í stjórn Litla leikklúbbsins og í verkstjórn Aldrei fór ég suður.

Starf verkefnastjóra fræðslu og viðburða er nýtt, en meðal helstu verkefna er umsjón með skipulagi og gerð fræðsludagskrár fyrir Edinborgarhúsið, skipulag og framkvæmd viðburða í húsinu, og innleiðing nýrrar stefnu fyrir Edinborgarhúsið í samstarfi við framkvæmdastjóra og stjórn. Tinna mun hefja störf í febrúar 2026.

Stjórn Edinborgarhússins býður Tinnu hjartanlega velkomna til starfa. 

 

Staðsetning og tími:

© Edinborg Menningarmiðstöð
Merki DressUpGames