Samband English

Vestanvindar

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 10. júlí 2016

Tími: 16:00

Verð: frítt inn

Átök og ástarraunir fyrir vestan á víkingaöld og miðöldum.

 

Torfi Tulinius mun í erindi sínu segja frá fjörugu ástarlífi á Vestfjörðum eins og það birtist í miðaldaheimildum, bæði Íslendingasögum eins og Fóstbræðra söguGísla sögu og Hávarðar sögu Ísfirðings og samtíðarsögum eins og Sturlungu og Hrafns sögu Sveinbjarnarsonar. Til að rata í sögu þarf ástin að leiða til átaka en þau eru af margvíslegu tagi eins og heimildir sýna. Farið verður vítt og breitt yfir sviðið og reynt að draga einhverjar ályktanir af því um menningu á Vestfjörðum á víkingaöld og miðöldum.

 

Torfi er prófessor í íslenskum miðaldafræðum við HÍ og hefur skrifað fjölmargar greinar og bókarkafla um íslenskar miðaldabókmenntir og franskar bókmenntir. Hann er höfundur þriggja bóka, þ. á m. bókarinnar Skáldið í skriftinni. Snorri Sturluson og Egils saga, sem kom út 2004 á íslensku og í enskri þýðingu hjá Cornell University Library á síðasta ári.

 

Vestanvindar hefjast klukkan 16:00 í Bryggjusal

 

Boðið verður upp á kaffi og kleinur, allir velkomnir

 

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames