Samband English

Safnað fyrir Berlínarferð

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 2. júní 2016

Tími: 20:00

Verð: 1500

Sunnudaginn 5. júní nk. munu 7 píanónemendur Margrétar Gunnarsdóttur hjá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar leggja land undir fót og halda til Berlínar. Þar munu þau dvelja í viku og heimsækja tónlistarskóla Leo Kestenberg. Tilgangur ferðarinnar er að kynna sér starfsemi hins prússneska skóla og leika fjórhent á píanó með nemendum Alexanders Munterjan píanókennara. Afrakstur samstarfsins verður hægt að upplifa á tónleikum föstudaginn 10. júní í tónleikasal skólans í Berlín. Leo Kestenberg Musikschule er vissulega af annarri stærðargráðu en hinn ísfirski, við hann starfa 200 kennarar með 4.500 nemendur. Skólarnir eiga það sameiginlegt að vera kenndir við mikilsvirta samtímamenn í menningarefnum.

Að ári munu svo nemendurnir frá Berlín koma í heimsókn til Ísafjarðar og ný verkefni píanótónlistarinnar verða krufin.

  

Margir hafa lagt hendur á plóginn og til að gera ferðina mögulega, færum við öllum okkar innilegasta þakklæti. Lokahnykkur fjáröflunar verður Fimmtudaginn 2. júní þegar Berlínarfarar halda tónleika. Tónleikarnir verða í Edinborgarsalnum og hefjast þeir kl. 20:00.​

 

 

 

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar

Logolro 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames