Samband English

Völundarhús minninganna Guðbjörg Lind

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 14. júlí 2016

Tími: 12. júní til 9. júlí

Verð: opnun klukkan 18 12. júní

VÖLUNDARHÚS MINNINGANNA

 

Landslagsvitund Guðbjargar Lindar Jónsdóttur er mótuð af uppruna hennar á Vestfjörðum; því þykjumst við þekkja fyrir fossana, dalverpin og eyjarnar sem koma fyrir í myndunum sem hún hefur verið að gera á undanförnum áratugum.  Markmið Guðbjargar Lindar er þó ekki að bregða nýju ljósi á náttúruna hið ytra, heldur eru myndir hennar  tilraunir til að búa til veröld á mörkum hugar og náttúru, framlengingu af hugarheimi hennar sjálfrar. Því eru þessar landslagsmyndir einkalegar í fyllsta skilningi þess orðs, hýsi fyrir hugsanir, kenndir og jafnvel þögn einstaklings.

Innimyndir Guðbjargar Lindar af húsi, sem hér getur að líta, eru því ekki  í mótsögn við víðáttumyndir hennar um landslag, heldur hliðstæður þeirra, einkaveröldin skilgreind sem athvarf fyrir „minningarsafn“. Og ef grannt er skoðað má finna keimlíkar formrænar áherslur í inni-og útimyndum hennar.  Hins vegar eiga innimyndirnar sér sérstaka undirrót –og fleiri en eina – sem vert er að minnast á. Að undanförnu hafa Guðbjörg Lind og fjölskylda hennar unnið hörðum höndum að því að gera upp svokallað Vertshús á Þingeyri. Við endurgerðina hafa vaknað ótal minningarbrot og hugrenningar með listakonunni. Sömuleiðis hefur sérhvert lag af veggfóðri, dagblaðapappír, timbri og málningu sem fjarlægt hefur verið af veggjum, að ógleymdum smámunum sem fundist hafa undir gólffjölum, aukið á upplýsingar um forsögu hússins, og um leið á „minnisforða“ þess.

Við þetta trúi ég að Guðbjörg Lind hafi öðlast nýjan skilning á því sem franski heimspekingurinn Gaston Bachelard nefndi  Skáldskaparfræði rýmissins,þ.e. hvernig maðurinn lagar híbýli sín sífellt að tilfinningalegum  og skáldlegum þörfum sínum og gerir þau að hirslu fyrir minningar. Í skáldskaparvæðingu sinni  á rýminu í Vertshúsi hefur Guðbjörg Lind einnig stuðst við fordæmi danska listmálarans Vilhelms Hammershöi, sem öðrum betur hefur fjallað um kraftbirtingu mannlegrar fjarvistar. En meðan Hammershöi fjallar um andrúmsloft hins nýafstaðna, eru myndir Guðbjargar Lindar mettaðar af nærveru löngu horfinna kynslóða. Húsið sem hún málar miðlar okkur af minningum þeirra, þær berast  okkur gegnum opnar dyr og luktar, innan úr bakherbergjum, eða bíða okkar handan við hélaða glugga eða að hurðabaki. Þær vekja með okkur kenndir sem Bachelard líkir við glataðan skáldskap.

Aðalsteinn Ingólfsson

 

THE LABRYNTH OF MEMORIES

 

Guðbjörg Lind Jónsdóttir´s perception of landscape is rooted in her upbringing in the West Fjords of Iceland; which is why we claim to recognize the waterfalls, valleys and islands that have been appearing in her paintings in recent years. However, Guðbjörg Lind has never attempted  to show the objective landscape in a new light but rather to create visual worlds in the grey area between mind and nature,  extensions of her own imaginative faculties. Her landscapes are thus private worlds in the fullest sense, sheltering her thoughts, feelings and even her silences.

Guðbjörg Lind´s new paintings of interiors are therefore not antithetical to her expansive landscape studies, but analogous to them, the private world reimagined as a „museum of memories“. A close look at these interiors also reveals striking formal affinities with her earlier landscapes. On the other hand  these interiors have a particular cause – perhaps more than one – which is worth exploring. During the past few years Guðbjörg Lind and her family have been renovating an old house called Vertshús in the small village of Þingeyri in the West Fjords. During the renovation the artist has been assailed by great many memories and thoughts. At the same time each layer of wallpaper, old newspapers, timber and paint stripped from the walls, not to mention sundry trivial objects found under floorboards, have added to the history, as well as the „memory“ of the house.

During this process Guðbjörg Lind would have come to an understanding of what French philosopher Gaston Bachelard called The Poetics of Space, i.e. how man constantly adapts his dwellings to his emotional and poetic needs, turning them into receptables for his memories. In her own poeticization of the spatial features of Vertshús Guðbjörg Lind has also sought inspiration in the works of Danish painter Vilhelm Hammershöi, renowned for his intense evocations of human absence. But while Hammershöi deals with recent human absence, Guðbjörg Lind´s paintings are saturated with the presence of long-gone generations. Her interiors convey their memories,they carry like unheard sounds through open or closed doors, reverberate in back rooms, or they await us on the other side of windows opaque with hoarfrost or in dark and dusty corners. They give rise to emotions which Bachelard calls „an expression of a poetry that was lost“.

 

 

Guðbjörg Lind Jónsdóttir verður með myndlistasýningu í Bryggjusal 9. júni til 9. júlí 

 

Guðbjörg Lind Jónsdóttir er fædd á Ísafirði 1961. Hún útskrifaðist frá Málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1985. Þremur árum síðar útskrifaðist hún með kennsluréttindi frá sama skóla. Guðbjörg á að baki 24 einkasýningar auk þess að hafa tekið þátt í fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Guðbjörg býr og starfar að list sinni  í Reykjavík og á Þingeyri. Verk hennar eru í eigu Listasafns Reykjavíkur, Listasafns Ísafjarðar, Listasafns Háskóla Íslands auk margra opinberra stofnana og einkasafna.

 

Málverk Guðbjargar Lindar eru sprottin úr umhverfi æsku hennar vestur á fjörðum og fela í sér tilraun til að skapa veröld á mörkum hugar og náttúru.

 

 

Guðbjörg Lind Jónsdóttir was born in Ísafjörður in 1961. She graduated from the Painters’ Department of the Icelandic Collage of Art and Crafts in 1985. Three years later, she obtained a degree in teaching from that same school. Guðbjörg Lind has exhibited her work in 24 solo exhibitions and participated in numerous collaborative exhibitions, both in Iceland and abroad. She  lives and works both in  Reykjavík and Thingeyri, which is a very a small town in the Westfjords of Iceland. Her art can be found in numerous collections, including that of the Reykjavík Art Museum, The Ísafjörður Art Museum, The University of Iceland’s Art Museum and in many public and private institutions.

 

Guðbjörg Lind paintings are inspired by the environment which she grew up in, namely the Westfjords of Iceland. She considers her art to be an attempt to create a world which borders on subjective and real nature. 

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames