Samband English

Uppistand - Kynfræðingur verður til

STUND & STAÐUR

Dags: Mánudagur 25. apríl 2016

Tími: 20:30

Staður: Rögnvaldarsalur

Verð: 2.000

Sigga Dögg kynfræðingur verður með uppistandið Kynfræðingur verður til í Rögnvaldarsal í Edinborgarhúsinu mánudaginn 25. apríl.  Uppistandið hefst klukkan 20:30 og miðaverð er kr 2.000 
 
Sigga Dögg kynfræðingur er þekkt fyrir hispurlausan húmor í skrifum og fræðslu um kynlíf, en nú mun hún geyma fræðin og tala um sig persónulega og hvar og hvernig hennar áhugi á kynfræði kviknaði. Sýningin byggir á dagbókarskrifum hennar frá unglingsárum og fer hreinskilnislega (og stundum óþægilega) í það hvernig það er að vera kynferðislega forvitin unglingur. Fyrsti sleikurinn, fyrsta ástarsorgin, fyrsta sjálfsfróunin og fyrsti g-strengurinn og svo margt meira. Komdu með í tímaferðalag og naflaskoðun með þrettán ára ástsjúkri Siggu Dögg sem söng hástöfum með Cranberries og Prodigy, tuggði rautt Extra tyggjó í Fruit of the Loom hettupeysunni með Davidoff Coolwater ilmvatnið og dreymdi um að liggja í sleik við heita körfuboltagæja. Þetta er kjörin sýning fyrir alla sem hafa gott af því að rifja upp, og hlæja, að skemmtilega átakanlegu unglingsárunum.
 
Sjá nánar á http://www.siggadogg.is/
 
© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames