Samband English

Harmonikkuball

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 17. apríl 2016

Tími: 14-16

Verð: frítt inn

Hið sívinsæla harmonikkuball Rauða krossins á Vestfjörðum verður haldið í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á sunnudaginn. Harmonikkuböllin, sem haldin hafa verið um árabil, hafa tekist afar vel fram til þessa og mikil gleði meðal gesta að taka snúning á dansgólfinu undir hressandi harmonikkutónum, þar sem stignir eru polkar, skottísar, valsar og rælar. 

Fólk á öllum aldri er velkomið og í hléinu fá ballgestir sér kökur og kaffi með gamla laginu. Það eru Rauði krossinn, Félag eldri borgara og Menningarmiðstöðin Edinborg sem standa fyrir ballinu sem verður á milli 14 og 16 sunnudaginn 17. apríl. Um harmonikkuleik á ballinu sér Baldur Geirmunds. 

 

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames