Samband English

Sólarkaffi

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 30. janúar 2016

Tími: 15:30

 

-Það er dýrt að lifa á þessari jörð, en það er innifalin ókeypis hringferð um sólina á hverju ári-
 

Sólarkaffi
í  Edinborgarhúsinu
30. janúar kl 15:30 


Sólarkaffi er gamall og góður siður en þá kemur fólk saman og gæðir sér á pönnukökum og kaffi í tilefni þess að sólin fer aftur að sýna sig í þröngum vestfirskum fjörðum eftir að hafa hvílt á bak við fjöllin yfir há veturinn.  Sólin sýndi sig á Ísafirði 26. janúar sl. og ætlum við að því tilefni að halda árlegt sólarkaffi Edinborgarhússins og kvenfélaganna í Edinborgarsal. Sólin sjálf hefur lofað að koma aftur og doka lengur við en síðast. Hún verður heiðursgestur í firðinum þennan dag.

 

 

Tónlistaratriði frá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar

Opnun sýningarinnar Kaupstaðarréttindi í 150 ár á vegum Byggðarsafnsins og Safnahússins

Kvenfélögin Hvöt og Hlíf selja kaffi og pönnukökur til styrktar góðra málefna

 

Húsið opnar klukkan 15:30 og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. 

 

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames