Samband English

Litla hryllingsbúðin

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 26. febrúar 2016

Staður: Edinborgarsalur

Sólrisuleikrit Menntaskólans á Ísafirði 2015

 

Frumsýning 26. febrúar klukkan 20:00
2. sýning 28. febrúar klukkan 20:00
3. sýning, 29. febrúar klukkan 20:00
4. sýning 1. febrúar klukkan 20:00
5. sýning 3. mars  klukkan 20:00
 

 

Það var hinn tuttugasta og fyrsta dag september mánaðar, á fyrri helmingi áratugs sem ekki er löngu liðinn, að mannkynið stóð í einni svipan andspænis banvænni ógnun við sjálfa tilveruna. Þessi hryllilegi óvinur lét fyrst á sér kræla á ólíklegasta og sakleysislegasta stað, eins og slíkum óvinum er títt.

Baldur Garibaldi er lúðalegur blómarrækarsnillingur sem vinnur í blómabúð Magnúsar á Bísanum. Blómabúðin er rekin af nískupúkanum Magnúsi sem er alveg að gefast upp á lélegu gengi búðarinnar því hann þráir ekkert heitar en að græða og verða ríkur. Baldur lætur sig dreyma um framtíð með samstarfskonu og vinkonu sinni henni Auði, sem hann elskar í laumi afar heitt. Auður er í ofbeldisfullu sambandi við tannlækni sem hrífst af mannlegum sársauka, þannig Baldur telur sig eiga engan séns í eins mikla skvísu og Auði.

Líf þeirra allra umturnast síðan þegar Baldur rekst á óvanalega plöntu sem aldrei hefur sést áður hér á jörðu. Hann tekur hana með sér í blómabúðina og bissnessin byrjar að blómstra, fólk kemur hvaðanæfa af til að skoða þessa sérstöku plöntu, hana Auði tvö. Frægð og frami er í augsýn fyrir blómarræktarsnillingin. En Baldur kemst að því fljótt að ekki er allt sem sýnist hjá henni Auði tvö, því henni fer að þyrsta í mannablóð og heimsyfirráð!

 

Litla hryllingsbúðin er skemmtilegur „hryllings“söngleikur eftir Alan Menken  og Howard Ashman. Tónlistin í Litlu hryllingsbúðinni er í anda sjöunda áratugar 20. aldar. Mörg þekkt lög eru í söngleiknum og þekktustu lögin á Íslandi eru eflaust Þú verður tannlæknir og Gemmér. Einar Kárason þýddi laust mál í sýningunni en Megas þýddi söngtextana.

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames