Samband English

Þrettándagleði í Edinborgarhúsinu og á Silfurtorgi

STUND & STAÐUR

Dags: Miðvikudagur 6. janúar 2016

Tími: 16:30

Staður: Edinborgarsalur

Verð: frítt inn

Þrettándagleði í Edinborgarhúsinu og á Silfurtorgi

 

Við ætlum að kveðja jólin með jólaballi í Edinborgarhúsinu síðasta dag jóla, miðvikudaginn  6. janúar.  Dagskráin hefst á jólaballi þar sem Eva Friðþjófsdóttir leiðir dans og gengið verður í kring um jólatréð við undirspil Hljómsveitar hússins, en hana skipa Gummi Hjalta og Stebbi Jóns. Stúfur og Gluggagægir munu kíkja í heimsókn með góðgæti handa börnunum að góðum jólasveinasið

Jólaballið byrjar klukkan 16:30 allir velkomnir og aðgangur ókeypis.

Klukkan 17:45 verður gengið frá Edinborgarhúsinu að Silfurtorgi í skrúðgöngu með álfum, jólasveinum, mönnum og öllum þeim verum sem vilja slást í för með okkur.  Á torginu verður þrettándadagskrá, það verður stiginn álfahringdans, flutt verður ljóð, álfakóngur og drottning munu spila og syngja nokkur lög. Dagskránni lýkur með veglegri flugeldasýningu Björgunarfélags Ísafjarðar

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames