Samband English

M&M sjónvarpsþáttur

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 17. desember 2015

Tími: 17:17

Verð: frítt inn

Jakinn TV hefur sett saman alvestfirskan sjónvarpsþátt sem ber heitið M & M fyrir vestan, en m-in tvö standa fyrir mat og menningu. Það er Jakob Einar Úlfarsson sem á hugmyndina að þættinum, en hann er aðalmaður bak tjalda Jakans TV. Fékk hann til liðs við sig þá Elfar Loga Hannesson og Guðjón Þorsteinsson sem heimsækja vestfirska veitingastaði og menningarsinnaða viðmælendur. Fyrsti þáttur er dottinn af stafrænunni og verður hann frumsýndur í Edinborgarhúsinu á Ísafirði á morgun fimmtudag, kl. 17. Boðið verður uppá léttar veitingar meðan á sýningu stendur. 

Einnig munu aðstandendur kynna verkefnið sem þeir ætla sér að framhald verði á, mánaðarlegir M & M fyrir vestan, sem hver sem er getur horft á í gegnum vefsvæði Jakans TV á Youtube. 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames