Samband English

Dagur íslenskrar tungu

STUND & STAÐUR

Dags: Mánudagur 16. nóvember 2015

Tími: 20:00

Staður: Edinborgahúsið og á netinu

Verð: frítt inn

Eiríkur Örn Norðdahl les upp úr Heimsku, nýjustu skáldsögu sinni, á Degi íslenskrar tungu 16. nóvember kl 20:00 í Edinborgarhúsinu. Heimska er skáldsaga um að sjá allt og sjást alls staðar, um óstjórnlega forvitni mannsins og þörf hans fyrir að vekja athygli, um fánýti bókmennta og lista – og mikilvægi – um líkindi mismunarins, um hégóma, ást og svik. Og síðast en ekki síst um framtíðina.

Sent verður út frá viðburðinum á netinu í samstarfi við Jakinn TV, sem séð hefur um netútsendingar á íþrótta- og tónlistaviðburðum um árabil

Slóðin fyrir netútsendinguna er jakinn.tv/live

 

Eiríkur Örn Norðdahl hlaut viðurkenningu Ljóðstafs Jóns úr Vör árið 2007 og Íslensku þýðingarverðlaunin fyrir þýðingu sína á Móðurlaus Brooklyn eftir Jonathan Lethem 2008. Fyrir skáldsögu sína Illsku hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin 2012. Hann hefur ferðast víða um heiminn til að taka þátt í bókmennta- og ljóðahátíðum en að staðaldri býr hann í Finnlandi, Svíþjóð og á Ísafirði eftir föngum.

 

Tilboð á Edinborg Bistró í tenglum við þennan viðburð

Jólaplatti Edinborgar Bistro með öllu því sem fær okkur til að hlakka til jólana kr 2.990

2 rétta tilboð kr 4.500 súpa og aðaréttur eða aðalréttur og desert

3 rétta tilboð kr.4.990 súpa aðalréttur og desert

 

Nánari upplýsingar og pantanir á mat í síma 4568335  og info@nupur.is

 

Bækur Eiríks

Heilagt stríð: runnið undan rifjum drykkjumanna, 2001, 

Heimsendapestir (2002) og

Nihil obstat (2003). Fyrsta skáldsaga hans var 

Skáldsagan Hugsjónadruslan (Mál og menning, 2004).

Ljóðabókin Blandarabrandarar : (die Mixerwitze) (2005),

Ljóðabókin Handsprengja í morgunsárið (ásamt Ingólfi Gíslasyni, 2007),

Ljóðabókin Þjónn, það er Fönix í öskubakkanum mínum! (2007),

ljóðaþýðingasafnið 131.839 slög með bilum (2007), 

Ú á fasismann – og fleiri ljóð (með hljóðaljóðum á geisladiski, 2008), 

Maíkonungurinn, þýðingar á úrvali ljóða eftir Allen Ginsberg (2008)

Skáldsagan Eitur fyrir byrjendur 2006

Skáldsagan Gæska 2009

Skáldsagan Illska, 2012

Ljóðabókin Hnefi eða vitstola orð 2013

Skáldsagan Heimska 2015

 

Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingasjóði

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames