Samband English

Opin bók

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 21. nóvember 2015

Tími: 16:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: frítt inn

Laugardaginn 21. nóvember næstkomandi verður bókmenntavakan Opin bók haldin í Edinborgarsal Edinborgarhúsins. Opin bók er árviss viðburður í menningarlífnu á Ísafirði þar sem rithöfundar koma fram og lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Boðið verður upp á kaffi og smákökur undir lestrinum

 

Rithöfundarnir sem koma á Opna bók 2015 

Einar Már Guðmundsson þarf vart að kynna, en hann les úr bókinni Hundadagar
Í þessari leiftrandi skemmtilegu sögu, sem fjallar um Jörund hundadagakóng, Jón Steingrímsson eldklerk og fleira fólk fyrri alda, er farið um víðan völl í tíma og rúmi; sögulegar staðreyndir eru á sínum stað en andagiftin er aldrei langt undan. Frásögnin leiðir okkur á vit ævintýra fortíðar þar sem eldgos á Íslandi orsakar hugsanlega byltingu í Frakklandi sem hefur svo aftur hefur víðtæk áhrif annars staðar … Og kannski á fortíðin brýnna erindi við samtíðina en okkur grunar?

Lilja Sigurðardóttir les úr Gildrunni
Nýútkomin er glæpasagan Gildran eftir Lilju Sigurðardóttur. Lilja hefur áður sent frá sér tvær glæpasögur, Spor og Fyrirgefningu, og árið 2014 hlaut hún Grímuverðlaun fyrir frumraun sína í leikritaskrifum, Stóru börnin, sem valið var leikrit ársins. Í texta frá útgefanda segir um Gildruna:
„Eftir harkalegan skilnað stendur Sonja uppi allslaus og ráðalaus. Það eina sem hún á er sonurinn Tómas sem hún fær ekki að hitta nema þegar pabba hans hentar. Í örvæntingu leiðist hún út í eiturlyfjasmygl; fyrir ágóðann vonast hún til að geta búið Tómasi gott heimili. Og Sonja er snjall smyglari og kemst upp með ótrúlegustu hluti. Allt þar til hún vekur athygli Braga, tollvarðar sem er að fara á eftirlaun. Sonja heitir sjálfri sér því að hver smyglferð sé sú seinasta. Hana langar bara að vera með drengnum sínum og rækta brothætt ástarsamband við bankastarfsmanninn Öglu. En til þess þarf hún að sleppa úr gildrunni …“

Sigurjón Bergþór Daðason les úr skáldsögunni Hendingskast
Hendingskast er fyrsta skáldsaga Sigurjóns, undir lygnu yfirborði kraumar ólga og togsterita - og ísmeygileg kímni.  Ungur maður fær óvænt upp í hendurnar 30 milljónir króna. Miðaldra hjón verða fyrir því að húsið þeirra er málað appelsínugult í skjóli nætur. Þessir óvæntu atburðir koma miklu róti á líf persónanna, ekki síst aðalpersónunnar þar sem allt fer á hvolf.Ragnhildur Thorlacius les úr ævisögunni Brynhildur Georgía Björnsson
Það hefur verið leyndarhjúpur um nýja bók sem kemur út fyrir jólin. Bókin er ný ævisaga Brynhildar Georgíu Björnsdóttur en saga hennar varð Hallgrími Helgasyni innblástur að sögunni um Konuna við 1000 gráður.  Það er Ragnhildur Thorlacius fréttamaður sem skráir sögu Brynhildar en bókaútgáfan Bjartur gefur út. Bergsson og Blöndal ræddu við Ragnhildi um þessa merkilegu sögu.

 
Andrea Harðardóttir, sagnfræðingur og kennari við Menntaskólann á Ísafirði, flytur erindi sitt;  Konur knýja dyra í bókmenntaheiminum

 

Þegar skáldkonur og kvenrithöfundar knúðu dyra í bókmenntaheiminum á 20.öldinni hérlendis, var þeim misvel tekið af þeim sem fyrir voru. Verk þeirra töldust vart til bókmennta og þær storkuðu ríkjandi viðmiðum.

Í erindi þessu verða viðbrögð samfélagsins rifjuð upp og sjónum beint að nokkur konum sem létu að sér kveða, ýmist á hljóðlátan hátt eða með látum, og stimpluðu sig inn í hið rótgróna vígi karla.

 

 

 

Tilboð á Edinborg Bistró í tenglum við þennan viðburð

Jólaplatti Edinborgar Bistro með öllu því sem fær okkur til að hlakka til jólana kr 2.990

2 rétta tilboð kr 4.500 súpa og aðaréttur eða aðalréttur og desert

3 rétta tilboð kr.4.990 súpa aðalréttur og desert

 

Nánari upplýsingar og pantanir á mat í síma 456 8335  og info@nupur.is

 
Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingasjóði
© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames