Samband English

Almatra

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 15. október 2015

Tími: 8:30

Staður: Edinborgarsalur

Verð: kr. 1500,-

Dansk-íslenska tríóið Almatra mun leika í Edinborgarhúsinu fimmtudaginn 15.október.

Tríóið leikur melódískan, frískotin jazz undir áhrifum frá norrænni þjóðlagahefð og samanstendur efnisskráin af útgáfum hljómsveitarmeðlima af sálmum og þjóðlögum i bland við eigin tónsmíðar. Hljómheimurinn er margbreytilegur, allt frá ambient tónlist nútímans til þjóðlagatónlistar fyrri alda. 

Tríóið skipa:
Benjamin Kirketerp á bassa
Snæbjörn Gauti Snæbjörnsson á saxófóna
og Troels Buur Jensen á gítar.

Aðgangseyrir er 1500 kr. og eru tónleikarnir rúmur klukkutími að lengd.

 

https://www.facebook.com/events/1613650752233952/

 

tónleikarnir voru styrktir af Uppbyggingasjóði

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames