Samband English

Ó jóla tónleikar með Megakukl

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 11. desember 2015

Tími: húsið opnar kl 21:00 tónleikar hefjast kl 22:00

Verð: 2.000 kr

Loksins og það var mikið. Hin ísfirska ábreiðusveit Megakukl verður með tónleika á Edinborg. Sveitin sú hefur bara haldið sig í sveitinni og ekkert spilað í einhver ár. En telur nú í á nýjan leik og blæs til Megakonserts að hætti sveitarinnar.
Engin jól samt takk fyrir takk. Heldur verða flutt lög eftir meistara Megas. Einnig verða tekin lög úr smiðju minni spámanna s.s. Bob Dylan og Iggy Pop. 
Megagott miðaverð aðeins 2.000.- kr
Húsið opnar kl.21.00 og tónleikarnir hefjast kl.22.00
Droppaðu nojunni og jólastressinu og komdu á ekta Megakukl.

 

 

Farðu ekki í jólaköttinn

 

Tilboð á Edinborg Bistró í tenglum við þennan viðburð

Jólaplatti Edinborgar Bistro með öllu því sem fær okkur til að hlakka til jólana kr 2.990

2 rétta tilboð kr 4.500 súpa og aðaréttur eða aðalréttur og desert

3 rétta tilboð kr.4.990 súpa aðalréttur og desert

 

Nánari upplýsingar og pantanir á mat í síma 4568335  og info@nupur.is

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames