Samband English

Mugison með kassagítarinn

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 6. nóvember 2015

Tími: húsið opnar kl 20:00 tónleikar hefjast kl 21:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: 2500 í forsölu 3000 við dyrnar

 
Mugison hefur lítið spilað hér á landi síðan metsöluplatan Haglél kom út árið 2011 og ennþá lengra síðan hann kom einn með kassagítarinn.  Látið ekki þessa frábæru tónleika fram hjá ykkur fara því Mugison lofar góðu stuði í bland við ljúfa tóna, allir sem farið hafa á tónleika með honum vita að þeir eru töfrum líkastir.
 
Tónleikarnir verða haldnir í Edinborgarsal í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 6. nóvember 2015 hefjast klukkan 21:00 húsið opnar klukkan 20:00 
 
Miðaverð 
2500 í forsölu
3000 við dyrnar
 
 
 
Mugison er margverðlaunaður tónlistarmaður sem þarf vart að kynna.  Hann er einn forsvarsmanna Aldrei fór ég suður og hefur fengið íslensku tónlistarverðlaunin sem lagasmiður ársins, fyrir lag ársins, flytjandi ársins og fyrir plötu ársins svo eitthvað sé nefnt.
 
   Hér fyrir neðan er listi yfir plötur og lög sem hann hefur gefið út.

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames