Samband English

Kvöldstund með LL

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 3. október 2015

Tími: 19:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: 5000

KVÖLDSTUND MEÐ LL!

 

2. 3. 9. 10. okt

Miðapantanir 8565455

verð 5000

 

Nú er vetrarstarf Litla leikklúbbsins farið af stað og við með hugann við 50 ára afmæli okkar. Haustverkefnið verður, í samstarfi við Edinborg bistró, kvöldskemmtun með 3 rétta kvöldverði. Sýnt verður helgarnar 2. og 3. OKTÓBER og 9. og 10. OKTÓBER. Aðeins þessar 4 sýningar.

Miðaverð er kr. 5.000 Maturinn verður í anda ársins 1965, en það ár var leikklúbburinn stofnaður. Rækjukokteill Lambalæri með viðeigandi meðlæti Kokteilávextir með ís og rjóma Skemmtun undir borðhaldi og þegar því er lokið. Flutt verða lög úr völdum uppfærslum LL síðustu 50 árin. Inn á milli verður slegið á létta strengi í töluðu máli. Salurinn opnar kl. 19 og borðhald hefst kl. 19.3o. Tónlistarstjóri: Stefán Steinar Jónsson. Samantekt: Páll Gunnar Loftsson. Reiknað er með að dagskrá ljúki kl. 23.30. Þetta er kjörið tækifæri fyrir vinnuhópa, saumaklúbba, einstaklinga og alla aðra að gera sér glaðan dag saman. Miðapantanir í síma 856 5455 og á netfangi litlileikklubburinn@gmail.com Pantanir þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudag fyrir sýningarhelgarnar.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames