Samband English

Veturnætur í Edinborgarhúsi

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 25. október 2015

Tími: 22-25 okt

Staður: Edinborgahúsið

Það verður mikið um að vera á Veturnóttum í Edinborgarhúsinu í ár, leikhús, blús, söngur, dans, lista- og kjólamarkaður og kaffisala nemenda listaskólans.

 

Fimmtudagur 22. október
Í samstarfi við Ísafjarðarbæ og Edinborgarhúsið býður Þjóðleikhúsið öllum 5 og 6 ára börnum á leiksýninguna Brúðukistuna

Föstudagur 23. október 
Kl 22    Blúshljómsveit Ísafjarðar verður með tónleika í Edinborgarsal miðasala við innganginn kr 1.500 Hljómsveitin var stofnuð árið 2009 hún kom aftur saman eftir nokkut hlé í haust og spilaði við góðar undirtekir á hátíðinni Blús og beikon á Patró. Hljómsveitina skipa Guðmundur Hjaltason, Stefán Jónsson, Stefán Baldursson, Hlynur Kristjánsson og Jón Mar Össurarson.  Þeir ætlar að blúsa með spilagleðinni inn í veturinn á Veturnóttum í Edinborgarhúsinu.  Á efnisskránni eru nokkur vel þekkt soul og blúslög s.s. Albatros og Ain´t No Sunshine í bland við önnur lög sem hljómsveitin spilar á sinn einstaka hátt.

Laugardagur 24. október 
Kl 15-18   Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar stendur fyrir léttri kaffihúsastemningu í Edinborgarhúsninu. Húsið opnar klukkan 15 kaffiveitingar verða seldar til styrktar ferðasjóði dansnemenda og eldri nemendur skólans dansa og leika á hljóðfæri auk þess sem sönghópur nemenda flytur nokkur lög.  Dansandi ferðalaghefst klukkan 16 þar sem dansnemendur dansa við undirleik píanónemenda og berst dagskráin víða um húsið.  Sönghópur LRÓ tekur nokkur lög klukkan 17.  Dagskrá lýkur klukkan 18
Kl 15-18   Markaðsstemning á ganginum.  Markaðurinn kjólar og listaverk verður á ganginum þar sem félagar í Myndlistafélagi Ísafjarðar selja verk sín og Kvennakórinn selur kjóla og bindi

Sunnudagur 25. okt
Kl 15  í Edinborgarsal Íslensk þjóðlög með söngtríóinu Gunnar á Hlíðarenda. Miðasala við innganginn kr. 500 frítt fyrir 12 ára og yngri. Tríóið skipa þrjár ungar stúlkur, Kristín Harpa, Isabel og Hólmfríður sem allar njóta þess að syngja.  Þær hafa sungið og spilað fyrir ferðamenn á sumrin og ákváðu að sameina krafta sína og flytja okkur íslensk þjóðlög. Prógrammið er um hálftími. Lögin sem flutt verða eru meðal annars; Sofðu unga ástin mín úr leikritinu Fjalla-Eyvindur sem sett var upp árið 1911, Maístjarnan sem Íslendingar tengja við 1. maí eftir Jón Ásgeirsson og Halldór Kiljan Laxness og Þrek og tár úr samnefndu leikriti.Uppbyggingasjóður, Ísafjarðarbær og Dressuppgames styrkja verkefnið.

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames