Samband English

þjóðleikur

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 9. maí 2015

Þjóðleikur 2014-2015 fer nú fram í fjórða sinn og hafa á þriðja tug leikhópa ungs fólks skráð sig til þátttöku, meðal annars frá,  Vestmannaeyjum, Borgarfirði eystra, Sauðárkróki og Hellu. Varlega áætlað munu um 400 ungmenni á landsbyggðinni koma að verkefninu í ár, þar af eru mörg að taka þátt í annað og þriðja sinn.

Þjóðleikur er haldinn í fyrsta sinn á Vestfjörðum en einn hópur frá Hólmavík tók þátt í hátíðinni á norðurlandi árið 2013. Nú er komið að Vestfjörðum að bætast í hópinn og mun einn hópur frá Norðurlandi vestra sýna með okkur á Ísafirði. 

Sjö leiklistahópar munu setja upp tvö glæný íslensk leikverk í Edinborgarhúsinu laugardaginn 9. maí  og sunnudaginn 10. maí. Verkin Hlauptu, týnstu! eftir Berg Ebba og Útskriftaferðin Björk Jakobsdóttu verða sýnd alls 14 sinnum því hver hópur sýnir tvisvar sinnum. Bæði verkin eru skrifuð sérstaklega með leikara á aldrinum 13-20 ára í huga. Leikhópar um land allt hafa valið sér annað þessara verka til uppsetningar og hafa æft stíft frá áramótum. Hægt verður að kaupa armband sem gildir á allar sýningarnar á aðeins 1500 krónur.

Sjáumst á Þjóðleik !!

  

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames