Samband English

Laddi - allt það besta

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 7. júní 2015

Tími: 17:00

Verð: 3.500 kr. fullorðnir og 2.500 kr. börn

Á sjómannadaginn 7.6.15 verður Laddi með allt það besta í Edinborgarhúsinu

verð 

3.500 fyrir fullorðna

2.500 fyrir börn

 

sunnudaginn 7.6.15 kl 17:00

 

Þórhallur “LADDI” Sigurðsson er einn ástsælasti grínari, leikari, söngvari, tónskáld og skemmtikraftur þjóðarinnar. Á næstum hálfri öld hefur hann gefið út plötur, leikið í kvikmyndum, áramótaskaupum og skemmtiþáttum og stytt okkur stundir með uppátækjum sínum í leikhúsum, bíóum og sjónvarpi. Hann hefur skapað fjöldann allan af persónum, sem lifa sjálfstæðu lífi og allir kannast við. Saxi læknir, Eiríkur Fjalar, Mói gamli, Elsa Lund, Hallgrímur Ormur, Magnús bóndi, Dengsi, Þórður húsvörður, Skúli rafvirki, Leifur óheppni, Stefán frá Útistöðum og Marteinn Mosdal fylgja Ladda hvert sem hann fer. Nú ætla þessir skrautlegu karakterar að leggja undir sig Bæjarbíó í Hafnarfirði, þ.12. desember, og bjóða uppá skemmtun, sem hlotið hefur nafnið “Allt það besta”. Sýningin fleytir rjómann af tveimur vinsælustu sýningum Ladda, “Laddi 6-tugur” og “Laddi lengir lífið” 

og má fastlega reikna með því að hláturtaugarnar verði kitlaðar allverulega á sýningunni 
© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames