Samband English

„Menningar- og söguferðaþjónusta á Vestfjörðum: möguleikar og tækifæri“ – málþing

STUND & STAÐUR

Dags: Sunnudagur 22. febrúar 2015

Tími: 13:30

Staður: Bryggjusalur

Verð: Frítt inn, allir velkomnir

Málþingið er haldið í tengslum við námskeið í hagnýtri menningarmiðlun hjá Háskóla Íslands sem fram fer á Vestfjörðum 20.-24. febrúar.  Fyrirlesarar á málþinginu eru m.a. Sigurður Pétursson sagnfræðingur á Ísafirði, Heiðrún Eva Konráðsdóttir sagnfræðingur á Patreksfirði, Margrét Hallmundsdóttir fornleifafræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða , Ólína Þorvarðardóttir þjóðháttafræðingur, Magnús Rafnsson sagnfræðingur, Bjarnarfirði á Ströndum, Andrea Harðardóttir sagnfræðingur á Ísafirði, Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur og forstöðumaður Gamla sjúkrahússins, Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt á Ísafirði, Sif Jóhannesdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Þorleifur Þór Jónsson hjá  Íslandsstofu.
 
Málþingið er unnið í samvinnu við Prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar, Stofnun Rögnvaldar Á Ólafssonar á Ísafirði og Safn Jóns sigurðssonar á Hranfseyri.
 
Dagskráin fer fram í Edinborgarhúsinu sunnudaginn 22. febrúar og hefst kl. 13:30.  Allir eru velkomnir. 
© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames