Samband English

Villtu taka þátt í LÚR 2015?

STUND & STAÐUR

Dags: Miðvikudagur 21. janúar 2015

Tími: 16:00

Verð: Frítt

Villtu taka þáttt í LÚR 2015?

Menningarmiðstöðin Edinborg býður ungmenni á aldrinum 16-30 ára velkominn á fyrsta skipulagsfund LÚR-festival 2015. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 21. janúar 2015 kl. 16:00 í Edinborgarhúsi. Í fyrra var hátíðin alþjóðleg en í ár verður áhersla lögð á sameina ungmenni á Vestfjörðum. Hátíðin verður skipulögð af ungmennum og eru lýðræðisleg vinnubrögð mikilvæg. Hvetjum ungt fólk til að hafa áhrif á framtíð sína með þátttöku í skipulagningu hátíðar sem þessarar. Ungmenni af Vestfjarðakjálkanum sem hafa áhuga eru beðin að hafa samband á facebook síðu LÚR-festival https://www.facebook.com/LURfestival?fref=ts

Listahátíðin Lúr var haldin á Ísafirði í fyrsta sinn sumarið 2014. Lúr var listahátíð fyrir ungt fólk á aldrinum 16-30 ára og var markmið hátíðarinnar að skapa vettvang fyrir unga listamenn á Vestfjörðum til að koma fram og kynnast öðrum listamönnum. Hátíðin var styrkt af Menningarráði Vestfjarða auk margra fyrirtækja á svæðinu og hefur Ísafjaðrarbær styrkt hátíðina fyrir árið 2015
 
© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames