Samband English

Okkar eigin stóru segulskökku börn

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 17. október 2014

Tími: 21:00

Staður: Rögnvaldarsalur

Verð: frítt inn

Stillt verður inn á segulskekkju leikritunar og skrifa í kvöld í Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á Edinborgarhúsinu þar sem leiklestrar á verkum í vinnslu og upplestrar á vegum Okkar eigin höfundasmiðju fara fram. Rúnar Guðbrandsson og Lilja Sigurðardóttir leikskáld segja frá starfsaðferðum sínum og þróun verka í höfundasmiðjuferlum um leið og þau leggja línurnar fyrir lokahelgi höfundasmiðjanna Okkar eigin. Lilja hlaut Grímu ársins „besta leikrit“, fyrir samstarfsverkefni þeirra Stóru börnin í uppsetningu Lab Loka. Fjallað verður um verkið auk þess sem aðrir upplestrar fara fram, meðal annars úr nýútkominni bók Soffíu Bjarnadóttur, Segulskekkju.  Opnunarkvöldið fyrir LAB-lokahelgi smiðjanna hefst kl. 21.00 og eru allir velkomnir.

 

Í umsögnum um Stóru börnin sagði Jón Viðar Jónsson meðal annars:

 „Rúnar Guðbrandsson hefur löngu sýnt og sannað að hann er einn af bestu leikstjórum okkar... Frammistaða leikaranna fjögurra er einn besti hópleikur, ensembleleikur, sem hér hefur sést langa lengi. Umgerðin öll, svið, búningar, leikhljóð og tónlist, seiddi fram hugblæ vöggustofunnar, yddaði og ýkti hið fáránlega, að maður ekki segi hið súrrealistíska, við hugarheim fólksins, en gerði það hófstillt og smekklega. 

Það gleðilegasta við þessa sýningu er þó sú staðreynd að hér er kominn fram höfundur sem ástæða er til að binda góðar vonir við í framtíðinni. Við bíðum spennt eftir því sem Lilja Sigurðardóttir sendir frá sér næst.

NIÐURSTAÐA: Vönduð sýning og einkar athyglisverð frumraun ungs höfundar.“   Jón Viðar Jónsson Fréttablaðið 5. nóvember

Viðtal við Soffíu Bjarnadóttur, höfund Segulskekkju má lesa hér http://starafugl.is/2014/lyktin-af-blodi-thess-sem-skrifar-vidtal-vid-soffiu-bjarnadottur/

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames