Samband English

ÍsFiðringur í Skutulsfirði

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 9. október 2014

Tími: 17:00 - 21:00

Verð: Frítt

Nú er loks komið að Fjarðarpúkunum, Efribæjar og Neðribæjarpúkunum, sögum af Eyrinni og innan úr Engidal, þegar fjórtándi fundur VestFiðringsins verður haldinn á Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Skutulsfjörðurinn er allur undir þar sem við skoðum saman menningu, sögu og sérkenni bæjarins og fólksins. Allir eru velkomnir á samkomuna og boðið verður uppá ísfirskt lostæti, ekta ísfirskan "bakkalá" frá HG og rækjukokteil frá Kampa. Aðrar eldri og nýjar ísfirskar hefðir verða og kynntar í danshléinu en fundurinn stendur frá kl. 17.00-21.00.

Fyrsti áfangi VestFiðrings-verkefnisins er sú fundarröð sem fer senn að ljúka, blanda af íbúafundum og samverustundum þar sem saga menningarsvæðis er rakin og skráð með áherslum heimamanna í forgrunni. Fundurinn hefst kl. 17 og eru allir velkomnir. Nánar má lesa um verkefnið hér (https://www.facebook.com/FiDRiNGR)
 
© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames