„Við verðum að rannsaka hjartað og opna það, það er frumatriði í allri sköpun. Og til að sköpunin geti verið skemmtileg, veitt okkur gleði, þá er málið að vera með opið hjarta,“ segir Ingibjörg Magnadóttir myndlistarkona og leikskáld en hún heldur erindi í sal Listaskóla Rögnvaldar í Edinborgar í kvöld, föstudaginn 3.oktober kl. 21.00.
Listaskóli Rögnvaldar og Okkar eigin – höfundasmiðjur, bjóða Ísfirðinga og nærsveitarfólk með áhuga á skapandi lífstíl og sköpun í formi texta og leikrænnar tjáningar á, erindi gjörningalistakonunnar og leikskáldsins Ingibjargar Magnadóttur, Ósæðarspesíalistinn þræðir með orðinu fyrst. Erindið er opnunar-gjörningur annarar helgar höfundasmiðjunnar Okkar eigin, en þema helgarinnar er „Að opna á sér hjartað“. Höfundasmiðja helgarinnar er leidd af Hlín Agnarsdóttur, leikskáldi og leikstjóra. Allir eru velkomnir og aðgangur ókeypis.
Ingibjörg Magnadóttir vinnur einna helst með gjörningaformið í list sinni. Ingibjörg
hefur þróað leikhús-tengd verk, sem sameina svið gjörningsins, hefðbundins og
tilraunakennds leikhúss. Síðastliðinn sunnudag var á dagskrá Ríkisútvarpsins verk hennar Rökrásin. http://www.ruv.is/sarpurinn/
Hún skrifar sjálf handrit verka sinna, og leggur áherslu á
að verkið sé heildarverk, þar sem sviðsmynd, búningar, texti, hreyfingar, hljóð eiga
jafnan þátt í að skapa verkið.
Viðfangsefni verka Ingibjargar eru gjarnan tengd hugmyndum um almættið, skammtafræði, tengsl mannsins við hið andlega svið og sköpunareðlið sjálft. Hún
vinnur einnig með klassísk efni – ástina, dauðann, sorgina, óttann og aðrar tilfinningar
mannsins.
Ingibjörg Magnadóttir útskrifaðist með B.A. gráðu frá Listaháskóla Íslands árið 2000
og síðar nam í leikhús-skólanum Akademi for scenekunst í Fredriksstad í Noregi árið
2002. Hún er í M.A námi við HÍ í ritlist og hefur tekið þátt í Höfundasmiðjum Leikskáldafélags Íslands og Þjóðleikhússins.