Samband English

Íslenska og fjölmenningarsamfélagið

STUND & STAÐUR

Dags: Miðvikudagur 8. október 2014

Tími: 10:00 - 16:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: 0

Íslenskunám og fjölmenningarsamfélagið er viðfangsefni ráðstefnu sem haldin verður á vegum tilraunaverkefnis um menntun í Norðvesturkjördæmi. Ráðstefnan fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði miðvikudaginn 8. október og hefst kl. 10. Áhersla verður á íslenskunám og ólíkar kennsluaðferðir sem þróaðar hafa verið á undanförnum árum. Sagt verður m.a. frá reynslu af íslenskukennslu í gegnum leiklist og frá starfstengdum íslenskunámskeiðum á vinnustöðum.  Áhrifaríkar aðferðir verða einnig kynntar til að efla þátttöku innflytjenda í samfélaginu, s.s. með aðkomu bókasafna og leikskóla. Nýleg stefnumótun Innflytjendaráðs verður kynnt til sögunnar og sagt frá reynslu fólks frá fyrstu hendi af því að flytja til landsins.

Ráðstefnan er öllum opin og fer skráning fram með því að senda tölvupóst á menntun.nuna@bifrost.is.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames