Samband English

Finnskir þumarputtar í Rögnvaldarsal

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 26. september 2014

Tími: 21:00

Verð: 0

Opnunarerindi höfundasmiðjanna Okkar eigin.

Tapio Koivukari fjallar um sérkenni leikhússins og lögmál persónusköpunnar í leikverkum – sem og sagnagerð almennt – og ferlið sem lítil saga getur undirgengist til að verða að heilu verki.

Tapio hefur unnið leikgerðir úr mörgum verka sinna fyrir finnskt leikhús ásamt leikskáldinu og kvikmyndagerðarmanninum Sakari Kirjavainen. Tapio mun skoða ferlið frá vinnslu frumhugmyndar (synopsis) til uppbyggingar leikverks eða sögu sem heildarmyndar (treatment). Finnskar þumalputtareglur eru að sögn Tapios ekki endilega ólíkar hinum eiginlegu reglum frá Hollywood, um gerð stórmynda, en mikilvægast sé að hafa í huga kosti þess forms sem maður notar á hverjum tíma. Texti og leikur geti gætt einföld orð miklum galdri og skilað öðrum áhrifum en skáldsagnatexti.

Aðgangur er ókeypis á erindi Tapios og kynningu á smiðjunum.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames