Samband English

Samsæti Heilagra

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 4. júlí 2014

Tími: 12-22

Staður: Bryggjusalur

Verð: Aðgangur er ókeypis

 

Samsæti Heilagra
Edinborgarhúsið
4. júlí – 28. júlí 2014

Gunnhildur Hauksdóttir og Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir

Opnun föstudagskvöld 4. júlí kl. 00:00

 

Í sýningunni Samsæti heilagra er sjónum beint að hlutverki hins kvenlega í hugmyndasögu Vesturlanda. Listakonurnar Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir og Gunnhildur Hauksdóttir hafa í þessu skyni efnt til samsæta þar sem tekist er á við umræðuefnið í spuna á mörkum veruleika og skáldskapar. Samsætin eru skráð með hljóð- og myndbandsupptökum og rituð upp sem handrit. Þessu er miðlað í innsetningu í Edinborgarhúsinu en hefur áður verið sýnt í Listasafni íslands á síðasta ári. Auk þess að sýna teikningar, bækur og myndbönd í Edinborgarhúsi, munu listakonurnar að auki efna til samsætis á Ísafirði. Það samsæti bætist þannig í þennan brunn umræðu um hið kvenlega og hið dýrslega í víðu samhengi. Verkið er langtímaverkefni þar sem hver uppsetning felur í sér viðbót sem markast af sögu og stað.

 

 

Nánar um Samsætin

 

Hugmyndin að baki verkinu er að gangast við dýrinu í sögu hins kvenlega. Við samþykkjum og fögnum hugmyndinni um konuna sem dýr. Um leið viljum við tefla dýrinu saman við hefðina um samsæti hugsuða og listamanna þar sem ólíkir karakterar mætast og vefa á milli sín heima. Í því skyni leitum við aftur fyrir post- modernismann og gerum tilraun til að staldra við á þeim tíma sem Súrrealisminn var að ryðja sér rúms og vinna útfrá ríkjandi hugmyndum þess tíma um eiginleika hins kvenlega.

 

Rót þessara hugmynda má rekja aftur til þess tíma þegar aðskilnaður sálar og líkama á sér stað í hugmyndum um mannlega tilvist. Samasemmerki var sett milli hins kvenlega og þess líkamlega/náttúrulega í kringum 400-600 f.K. Þá voru hugmyndir Xenophanes og Augustine af Hippo ríkjandi þar sem hinu kvenlega var haldið á dýrslegu og líkamlegu plani og gildismat heilagrar þrenningar; maður, kona, barn var allsráðandi. Konan er sú sem elur manni barn, fæðir líf og mjólkar. Í þessum hugmyndum er karlmaðurinn sál/hugur og konan jörð/líkami og hjónaband, sameining á þessum eiginleikum og fullkomnun mannsins. Þessar hugmyndir rötuðu í Biblíuna og hafa hreiðrað um sig í almennu gildismati fjöldans í gegnum tíðina og sögulega átt þátt í að rýra innlegg konunnar í samfélagi manna.


Í dag eru það markaðsöflin sem að ráða birtingarmynd frumhvatanna og líkama konunnar. Á þeim tíma sem við sækjum til fyrirmyndir samsætanna voru það karlkyns hugsuðir og listamenn sem höfðu konuna að táknmynd fyrir innra líf, sálarlíf, undirvitund og frumhvatir. Þá komu fram á sjónarsviðið örfáir kvenkyns listamenn sem fjölluðu um- og birtu eigin mynd og má telja að í gjörningi þeirra hafi falist tvöfalt andóf, annars vegar andóf súrrealistanna við ríkjandi kerfi og hins vegar andóf konunnar sem geranda í umfjöllun um sjálfa sig innan heims sem hafði hana að viðfangsefni.

 

Með því að taka okkur stöðu dýrs berum við saman stöðu konunnar, dýrsins og listamannsins. Tilraunin felst í því að taka okkur hið áskipaða hlutverk konunnar sem fulltrúa náttúrunnar og viðfangsefnis eða skjólstæðings hins ríkjandi kerfis. Á þann hátt brjótum við okkur leið inn í veröld sem hefur konur að umfjöllunarefni. Við leitumst við að svara spurningunni um hvort að listamaðurinn sem sjálfviljur tekur sér stöðu með dýri og konu hafni þrepaskipan ríkjandi kerfis og hefji sig á þann hátt upp yfir kerfið. Styrkur listamannsins og valdefling felst í því að fjalla um og sýna á eigin forsendum það sem þegar er til staðar og eigna sér það.


Algerlega án þess að afneita eða hafna vitrænni veru konunar viljum við taka þessar hugmyndir, endurheimta þær og setja í forgrunn. Við leitumst því við að gangast við og fagna þessari arfleið frekar en að hafna henni. Greind dýrsins og innsæi sem sögulega hefur verið bendlað við hið kvenlega verður afhjúpað eina kvöldstund í einu í heilögu samsæti. Afhjúpunin á sér stað með þeim hætti að samtöl um ofangreint efni eru sviðsett í aðstæðum þar sem samskipti fara fram á forsendum innsæis og lúta ekki lögmálum hefðbundinna mannasiða.

 

 

The Assembly of the Holy
Gunnhildur Hauksdóttir & Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir

 

July 4th – 28th 

 

In the exhibition Assembly of the Holy attention is directed to the role of femininity in the ideology of the Western World. To this aim the artist duo Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir and Gunnhildur Hauksdóttir have assembled guests to tackle the topic at hand in improvised conversations on the border of reality, poetry and fiction. The conversations are recorded visually, with audio, drawing and texts, i.e. written as manuscripts and published as bookworks in limited editions. Prior to the opening selected locals are invited to take part in a new assembly, assuming roles from contemporary time and history. The outcome of each assembly is then added to the poll of conversations about the feminine and the bestial. The work is a long-term collaboration where every installation entails addition characterized by each particular place and history.  

 

 

The subject of the Assemblies

 

The end game or aim of the project is to accept the animalistic in the history of the feminine. We will strive to accept and welcome the idea of the woman as an animal creature, the body of desire. At the same time we want to counterpart the animal together with the tradition of debate among thinkers and artists by creating assemblies where different characters meet and weave between them conversations.

 

 

A comparison was sited between the feminine and the physical and/or the natural around 400-600 BC. Largely originated in the ideas of Xenophanes and of Augustine of Hippo it became a dominant idea to keep the female as a phenomenon of nature, as an animal on a physical plane. Those values manifested in the Holy Trinity; man, woman, child still dominate the fabric of our society. The woman being the receiver of mans seed, the one who gives birth to a child, milks, and bears life. These ideas preach the man as the soul, the woman as body and the unity of the two as the perfection of man.

 

These ideas infested in the Bible nested firmly in the general values of western society over time and have historically been involved in suppressing feminine values and ways.

 

 

Today the manifestation of the female body and the primal instinctual behavior are exceedingly determined by means of Capitalism. In the period from which we draw inspiration for the Assemblies, male thinkers symbolized their inner live, soul, subconscious and primal instincts using female body and presence. Their contemporary female Surrealists entered the scene presenting the subject of their own image. Their act could be considered as a double resistance. On the one hand the resistance of Surrealism, opposing the principal structure of bourgeois society, secondly that of a woman as an executive presenter of herself within a world that valued her as the muse of subjectivity. We want to address these ideas and the questions they pose within the free context of art.


By taking on the role of the animal we attempt to compare the status of the woman, the animal and the artist. The endeavor involves taking on the assigned role of woman as the representative of nature and the subject or protégé of the reigning systems’ advocates. In doing so, we attempt to make an entrance into a world that holds women as subjective tokens. We seek to answer the question whether the artist that places him or herself with the animal and the woman, is rejecting the ascending order of the acknowledged system and by doing so transcends, not only outside but above it’s hierarchy. The authority of the artist being that of addressing and presenting on his or her own terms what is already apparent and claiming autonomy.

 

 

We want to acknowledge the ideas of women as representatives of nature and sister of animals and reclaim them as a basis of intellect. We therefore seek to accept and celebrate this heritage rather than oppose it. Animal intellect and instinct, historically associated with the feminine, will be unveiled for one evening at a time in a holy assembly.
 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames