Samband English

Regnbogapönk

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 12. júlí 2014

Tími: 17:00

Verð: Aðgangur er ókeypis

Laugardag 12. júlí kl. 17:00  verður opnuð í Slunkaríki, Menningarmiðstöðinn Edinborg á Ísafirði, sýningin Regnbogapönk með verkum eftir Gunnhildi Þórðardóttur. Titill sýningarinnar hefur skírskotun í hið mikla litaval regnbogans, í pönk og DIY menningu. Gunnhildur skoðar pönkið sem samfélagslegt tæki til að hafna ríikjandi viðhorfum og neyslusamfélaginu. Sýningin fjallar um þörf mannsins til að gera hlutina á eigin forsendum og  nauðsyn grasrótarstarfsemi í hverju samfélagi.


Gunnhildur nýtir efni sem til fellur s.s. afskurði af ýmsum toga og endurnýtir í listaverk en sjálfbærni er henni ofarlega í huga. Á sýningunni eru bæði tví -og þrívíð verk og einnig myndbandsverk.Í tengslum við sýninguna mun Gunnhildur gefa út ljóðabókina DIY Ljóð/Poetry sem er bæði á ensku og íslensku. Sunnudag 13. júlí á Íslenska safnadaginn mun Gunnhildur taka þátt í listamannaspjalli.


Gunnhildur lauk BA (Honours) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar meðal annars í Listasafni Reykjanesbæjar, í Flóru á Akureyri, í SÍM salnum, sal Íslenskrar grafíkur auk þess að taka þátt í samsýningum í Listasafni Íslands, Hafnarborg, Listasafni Reykjanesbæjar, 002 gallerí og í myndbandsgjörningi í Tate Britain. Þetta er fjórtánda einkasýning hennar þá hefur Gunnhildur tekið þátt í fjölda samsýninga bæði hér heima og erlendis.
Sýningin stendur til 9. Ágúst  en safnið er opið virka daga kl. 12:00-22:00 og um helgar kl. 12:00-22:00. Ókeypis aðgangur.


Sjá nánar um sýninguna á vefsíðunni www.edinborg.is og www.gunnhildurthordardottir.com
Nánari upplýsingar veitir Ólöf Dómhildur Jóhansdóttir forstöðumaður Menningarmiðstöðvarinnar Edinborg og Gunnhildur Þórðardóttir símanúmer 8983419 gunnhildurthordar@gmail.com

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames