Samband English

Jugend Jazz Orchester

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 26. júní 2014

Tími: 20:00

Staður: Edinborgarsalur

Fimmtudagskvöldið 26. Júní n.k. verða tónleikar jasshljómsveitar frá norðvestur Þýskalandi í Edinborgarsal Edinborgarhússins á Ísafirði. Í hljómsveitinni eru 25 ungmenni.

 
Jugend Jazz Orchester Nord Westfalen var stofnuð árið 1975 og hefur haldið tónleika við góðan orðstír um heim allan m.a. í Ástralíu, Suður-Ameríku, Rússlandi og Kína. Hljómsveitin hlaut jassverðlaun vestur-þýska útvarpsins fyrir árið 2013. Það er mikill fengur að þessum tónleikum og vonandi lætur enginn þá fram hjá sér fara. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og er miðsala við innganginn.
© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames