Samband English

Ísland Got Talent

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 4. október 2013

Tími: 16:00

Staður: Rögnvaldarsalur

Ísland Got talent

Stærsta hæfileikakeppni í heimi er nú loksins að koma til

Íslands.

 

Stöð 2, með Auðun Blöndal í broddi fylkingar, leitar að fólki á öllum

aldri til að taka þátt í Ísland Got Talent.  Verðlaunin eru svo sannarlega

glæsileg, 10 milljónir króna fyrir siguratriðið!

 

Dómarar þáttarins eru engir aukvisar, Bubbi Morthens, Þorgerður Katrín

Gunnarsdóttir, Jón Jónsson og Þórunn Antonía Magnúsdóttir.

Á næstunni förum við hringinn í leit að hæfileikaríku fólki sem vill gera alls

konar skemmtilegt! Skráning og nánari upplýsingar á stod2.is/talent

 

Áheyrnarprufur verða á eftirtöldum stöðum:

Selfossi 30. september í Tryggvaskála kl. 16.

Borgarnesi 1. október í Hjálmakletti kl. 16.

Höfn í Hornarfirði  1. október í Sindrabæ kl. 16.

Stykkishólmi 2. október í grunnskólanum Stykkishólmi kl. 16.

Neskaupstað 2. október í Egilsbúð kl. 16.

Patreksfirði 3. október í Sjóræningjahúsinu kl. 16.

Egilsstöðum 3. október í Sláturhúsinu kl. 16.

Ísafirði 4. október í Edinborgarhúsinu kl. 16.

Húsavík 4. október í Samkomuhúsinu Húsavík kl. 16.

Sauðárkróki 5. október í Húsi Frítímanns kl. 15.

Akureyri 6. október í Rósenborg kl. 10.

Vestmannaeyjum 8. október í Höllinni kl. 16.

Reykjavík 12. og 13. október í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti kl. 10.

 

Við erum að leita að: einstaklingum, pörum, litlum hópum og stórum til

að taka þátt í Ísland Got Talent.

 

Við erum að leita að fjölbreyttum atriðum: 

Söngur, dans, uppistand, hljóðfæraleikur, leiklist, íþróttir,

áhættuatriði, töfrabrögð, sirkusatriði, gæludýragrín!

 

Allt sem hefur skemmtanagildi!

 

Allir geta tekið þátt á hvaða aldri sem er.

Verðlaunin eru svo sannarlega glæsileg fyrir siguratriðið:

10 milljónir króna!

Ef þú eða þið teljið ykkur eiga erindi á svið með ykkar framlag takið þá

þátt. Komið í prufur. Við tökum vel á móti ykkur.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames