Samband English

Í byrjun tveggja alda

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 5. september 2013

Tími: Sjá dagskrá

Staður: Sjá dagskrá

Verð: Sjá dagskrá

Í byrjun tveggja alda – dagskrá og skráning
 

Rammi dagskrár ::::::::::::::::

Fimmtudagskvöld 5. september

20:00 Móttaka á Ísafirði fyrir ráðstefnugesti

Föstudagur 6. september

10:30 Rútuferð frá Ísafirði til Hrafnseyrar
12:00 Hádegisverður í Burstabænum á Hrafnseyri
13:00 Ráðstefnan sett
13:20 Fyrirlestrar, styttri kynningar, samræðuhópar og pallborðsumræður.
Fjallað um hvað var í gangi á Íslandi í byrjun 20. aldar, hvaða hugmyndafræði réði ríkjum við umhverfismótun, hvaðan fyrirmyndirnar komu og hvaða viðfangsefni og áherslur var verið að vinna með. Tekin verða dæmi úr verkum Rögnvaldar og mótunarferli vestfirskra bæja og byggða
15:00 Kaffihlé og áframhaldandi umræður
17:00 Fundarhlé
17:30 Rútuferð frá Hrafnseyri að Núpi með viðkomu á Þingeyri
19:00 Kvöldverður og skemmtidagskrá á Núpi
22:30 Rútuferð til Ísafjarðar

Laugardagur 7. september

09:00 Efni gærdagsins rifjað upp og umræðuefni dagsins reifað
09:15 Fyrirlestrar, styttri kynningar, samræðuhópar og pallborðsumræður
Seinni ráðstefnudaginn verður megináhersla lögð á hvar við stöndum í byrjun 21. aldarinnar, hvernig þessi mál hafa þróast á Íslandi og hvaða hugmyndafræði ræður ferðinni nú. Reynt verður að bera saman þessi tvö tímabil og skilgreina hvernig þau eru ólík og hvað þau eiga sameiginlegt og hvaða lærdóm má draga af viðhorfum og vinnubrögðum „aldamótakynslóðarinnar‟ við mótun nýrrar framtíðarsýnar
11:00 Kaffihlé og áframhaldandi samræður
12:00 Hádegishlé
12:45 Áframhaldandi samræður
14:30 Samatekt og ráðstefnulok

15:30 Kynnisferðir um nágrennið fyrir aðkomugesti

Fyrirlesarar og samræðustjórar verða m.a. arkitektar, heimspekingar, mannfræðingar, sagnfræðingar, rithöfundar og samfélagsrýnar. 
Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða eftirtaldir (með fyrirvara um breytingar):

Guðmundur Hálfdánarson sagnfræðingur og prófessor
Kjartan Árnason arkitekt
Jóhann Páll Árnason prófessor emeritus í samfélagskenningum
Pétur H Ármannsson arkitekt og fræðimaður
Hjálmar Sveinsson heimspekingur
Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur
Sigrún Birgisdóttir arkitekt og deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ
Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur
Valdimar J Halldórsson mannfræðingur
Páll Skúlason heimspekingur og prófessor
Sigurður Pétursson sagnfræðingur
Egill Helgason þáttastjórnandi m.m.
Elísabet Gunnarsdóttir arkitekt
Dagný Arnarsdóttir umhverfisfræðingur
Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og samfélagsrýnir
Sigfús Guðfinnsson bakari
Peter Weiss norrænufræðingur
Borghildur Sölvey Sturludóttir arkitekt

Útgáfa :::::::::::::::::::
Að ráðstefnunni lokinni verður gefinn út bæklingur með fyrirlestrum og öðru efni sem tengist ráðstefnunni.

Skráning ::::::::::::::::::::
Skráningarfrestur er til og með fimmtudeginum 29. ágúst og verða reikningar sendir út að skráningu lokinni. Reikninga skal greiða í síðasta lagi 3. september 2013. Skráningaeyðublöð má finna á kynningarsíðu ráðstefnunnar www.facebook/ibyrjuntveggjaalda Einnig má senda fyrirspurn á netfangið inni@snerpa.is eða hringja í síma 868 1845.
Skráningarform

Þátttökugjald ::::::::::::::::::::
A - Ráðstefnugjald er kr. 12.500,- 
Innifalið er dagskrá báða dagana og bæklingur sem gefinn verður út um efni ráðstefnunnar að henni lokinni. Einnig er innifalinn hádegisverður og kaffiveitingar báða dagana og hátíðarkvöldverður (með fordrykk en aðrir drykkir ekki innifaldir) á föstudagskvöldinu. Rútuferðir frá Ísafirði til Hrafnseyrar, frá Hrafnseyri að Núpi og frá Núpi til Ísafjarðar föstudaginn 6. September eru einnig innifaldar í ráðstefnugjaldinu. Ráðstefnan hefst um hádegi föstudaginn 6. september og lýkur síðdegis laugardaginn 7. september.
Fyrir þá sem ekki sjá sér fært að sitja alla ráðstefnuna eru eftirtaldir möguleikar í boði:
B - Ráðstefnudagur 1 og 2 – bæklingur, rúta, hádegisverður og kaffi innifalið báða dagana
kr. 9.000,-
C - Ráðstefnudagur 1 eða 2 – bæklingur, rúta fyrri daginn, hádegisverður og kaffi innifalið
kr. 5.500,-
D – Hátíðarkvöldverður á Núpi - miða á hátíðarkvöldverðinn á Núpi föstudaginn 6. september er hægt að panta aukalega og kosta þeir kr. 5.700,- fyrir þriggja rétta málsverð með fordrykk og skemmtidagskrá.

Sérþarfir :::::::::::::::::::::
Sérþarfir varðandi mat óskast tilkynntar á netfangið inni@snerpa.is og verður reynt eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir þeirra sem hafa ofnæmi eða óþol.

Gisting :::::::::::::::::
Gistingu sjá þátttakendur sjálfir um að bóka og greiða. Gert er ráð fyrir því að ráðstefnugestir gisti á Ísafirði. Hótel og gistiheimili á staðnum bjóða sérstakt tilboðsverð fyrir ráðstefnugesti, og eru þeir beðnir að geta þess við bókun að þeir taki þátt í ráðstefnunni.

Ferðamálti :::::::::::::::
Flug til og frá Ísafirði sjá þátttakendur sjálfir um að bóka og greiða. Flugfélag Ísland býður sérkjör á flugfargjaldi fyrir ráðstefnugesti, og eru þeir beðnir að geta þess við bókun að þeir taki þátt í ráðstefnunni. Fyrir þá sem vilja koma akandi má gera ráð fyrir að það taki rúma 5 tíma að keyra 455 KM malbikaða leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames