Samband English

Lofur langalöpp

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 26. október 2013

Tími: 15:00 & 17:00

Staður: Edinborgarsalur

Verð: Miðaverð er kr. 2000 og 1500 fyrir 7-12 ára. 6 ára og yngri fá frítt

Listaskóli Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði heldur upp á 20 ára afmæli sitt með því að setja upp leiksýningu með söngvum og dönsum. Fyrir valinu varð finnskt leikrit eftir Sirkku Peltola en söngvarnir eru eftir Heikki Salo. Um 50 börn og unglingar á aldrinum 11-19 ára vinna að sýningunni ásamt leiðbeinendum. Markmiðið er að kenna þeim hvernig vinna í leikhúsi fer fram.

 

Það voru þær Henna-Riikka Nurmi og Margrét Gunnarsdóttir sem þýddu verkið með dyggri aðstoð Herdísar Hübner og Höllu Sigurðardóttur. Leikritið fjallar strákinn Loft löngulöpp sem er að fóta sig í lífinu. Verkið fjallar einnig um kærleikann, vináttuna og það að taka öllum eins og þeir eru, þó ekki séum við öll steypt í sama mótið. 

 

Höfundurinn Sirkku Peltola skrifaði verkið árið 1999 og hefur það notið mikilla vinsælda í Finnlandi. Frumsýning verksins á Íslandi verður því hér á Ísafirði og er með góðfúslegu leyfi höfundarins og án endurgjalds. Leikstjórarnir Marjo og Jarkko Lahti koma gagngert hingað frá Finnlandi, þar sem þau starfa, til að vinna að þessu verkefni og án þess að þiggja laun fyrir. Þess má geta að þau eiga lítið hús á Flateyri og vilja gjarnan koma eins oft og kostur er og starfa að list sinni.

 

Það er hægt að panta miða í síma 856-5455.

Miðaverð er kr. 2000 og 1500 fyrir 7-12 ára. 6 ára og yngri fá frítt en við munum hafa dýnur á gólfinu fyrir yngstu börnin.

 

Frumsýning 26. október kl. 15

2. sýning     26. október kl. 17

3. sýning     27. október kl. 15

4. sýning     27. október kl. 17

5. sýning     28. október kl. 18

6. sýning     29. október kl. 18

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames