Samband English

Hádegistaktur // Lunch beat

STUND & STAÐUR

Dags: Fimmtudagur 26. september 2013

Tími: 12-13

Staður: Edinborgarhúsið

Verð: Ókeypis aðgangur

Það er fátt betra en að vekja líkamsfrumurnar allhressilega og hrista sig inn í haustið með dansi!

Fimmtudaginn 26. september mun viðburðurinn Hádegistaktur // Lunch beat fara fram í 4. sinn í Edinborgarhúsinu. 

Lunch beat á rætur sínar að rekja til Stokkhólms þegar 14 manna hópur tók sig til árið 2010 og dansaði í sig meiri orku í hádegishléi en síðan þá hefur uppátækið breiðst til  um 25 landa, þeirra á meðal Íslands!

 

Hvar?Edinborgarhúsinu, Aðalstræti 7

Hvenær? Fimmtudaginn 26. september kl. 12

Hvað lengi? Stendur yfir í klukkutíma, frá kl.12-13

Hvað kostar? Ekki krónu!

Hverjir? Allir sem vilja slíta sig frá skólabókum og tölvuskjám og hressa sig við með trylltum dansi

En hvað borða ég? Boðið er uppá samloku buffet fyrir einungis 350 kr þar sem hægt er að seðja hungrið

 

Lunch Beat : 2 Years Later from Lunch Beat on Vimeo.

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames