Samband English

Leikhúslýsing fyrir áhugaleikhús

STUND & STAÐUR

Dags: Föstudagur 30. ágúst 2013

Tími: föstudagur-sunnudagur

Staður: Edinborgarsalur

Verð: 5000 kr.

Litli leikklúbburinn kynnir fyrsta námskeið í námskeiðafernu sinni!
Námskeið í leikhúslýsingu fyrir áhugaleikhús haldin í Edinborgarhúsinu. Kennd eru helstu atriði við hönnun og uppsetningu lýsingar fyrir leiksýningar, tónleika, ráðstefnur o.fl. Fjallað er um eðlisfræði ljóss og litafræði, hugmyndafræði lýsingar, upphengingu og staðsetningar, leikhúsljós og önnur tæki, skipulag, teikningar og fleira. Námskeiðið er ætlað fólki á öllum aldri. Kennari er Benedikt Þór Axelsson, lýsingahönnuður.

 

Námskeiðið byrjar föstudagskvöldið 30. ágúst, og mun standa til sunnudagsins 1. september.

 

Föstudagur byrjar með undirbúningi og spjalli og námskeið kynnt.
Laugardagur: 9-16
Sunnudagur 9-16

 

Námskeiðið er styrkt af Menningarráði Vestfjarða.

 

Kennari: Benedikt Þór Axelsson, lýsingahönnuður.

Námskeiðsgjald: 5.000 kr

Staðsetning: Edinborgarsalur í Edinborgarhúsinu á Ísafirði

Þetta námskeið hentar þeim sem hafa áhuga á að stýra og hanna lýsingu fyrir áhugaleikhús og aðrar samkomur. Leikarar, leikmyndasmiðir, förðunarfólk og annað áhugaleikhúsfólk ætti að huga að þessu námskeiði líka.
Benedikt Þór Axelsson lýsingahönnuður hefur komið víða við í leikhúsunum, bæði hannað lýsingar, leikið og leikstýrt.

 

Best væri að fá skráningu senda á steingrg@gmail.com eða í síma 822-2002

 

Facebook viðburður

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames