Samband English

UppHafið

STUND & STAÐUR

Dags: Laugardagur 31. ágúst 2013

Tími: 17:00

Staður: Slunkaríki

Verð: Aðgangur ókeypis á allar myndlistasýningar í húsinu.

Verið velkomin á sýninguna UppHafið þar sem Guðrún Benedikta Elíasdóttir sýnir málverk. Sýningin opnar laugardaginn 31. ágúst kl. 17:00

 

Um sýninguna

Verkin lýsa mismunandi upphafi. í mínum huga er þetta svæði upp hafið eftir að hafa heyrt sögur frá blautu barnsbeini frá foreldrum mínum, bræðrum og tengdaföður sem fæddust á Ísafirði og afa frá Bolungarvík.

 

Eftir að búa sjö ár í landi sem liggur hvergi að sjó hef ég verið mjög upptekin af hafinu síðan ég flutti til baka til Íslands síðstliðið haust.

 

Málverkin eru flest unnin með litablöndu sem ég bý til sjálf eftir uppskrift sem ég fann í Frakklandi og kallast "patine au vin" og svipar mjög til eggtemperu en það er notað vín í blönduna eins og nafnið gefur til kynna.

Auk þess að nýta fleiri efni úr náttúrunni s.s. ösku úr Eyjafjallajökli og grjótmulning víða af landinu.

 

Nánari upplýsingar má nálgast á www.rbenedikta.com

 

Facebook viðburður

 

Þökkum Menningarráði Vestfjarða fyrir veittan stuðning. 

 

 

 

© Edinborg Menningarmiðstöð | Vefsmíði: Styx ehf. | CMS: WebSmith
Merki DressUpGames